Hvað skildi Jóhanna vera að meina?

Jöfnuður já.....hvað skildi Jóhanna vera að meina með þessum orðum sínum að þegar hún tók við á sínum tíma hefði ríkt hér mikill ójöfnuður en svo væri ekki lengur????? Og biður hún Sigmund Davíð arftaka sinn um að halda því. Er Jóhanna að tala um íslensk samfélag? Finnst henni ríkja hér einhver jöfnuður? Og hvar er sá jöfnuður? Finnst Jóhönnu t.d. það vera jöfnuður að gamall einstaklingur sem hafði um 188 þúsund krónur í lífeyrir á mánuði veikist af erfiðum sjúkdómi og þarf að fara á stofnun þar sem hann fær þá umönnun er hann þarf á að halda vegna heilsu sinnar.......og allar tekjur eru teknar af honum við það nema 29.005 kr á mánuði!!!! Já 29.005 kr á mánuði voru það....er ekki Jóhanna sjálf með 35.000 kr í dagpeninga í hvert sinn sem hún skreppur á okkar kostnað erlendis?Og aðrir ráðherra sama og makar þeirra hálfa dagpeninga?Er þetta jöfnuðurinn sem Jóhanna kallar svo og hælir sér af? Ekki veit ég hvaðan þessar 5 krónur komu en sennileg hefur það bara verið ofgreiðsla dettur mér helst  í hug. Hvað átti þessi gamli einstaklingur að gera með 29.005 kr á mánuði?Það er hvorki hægt að lifa eða deyja með þetta í tekjur og ekki er hægt að veita sér neitt.Hvað ef hann hefði verið það hress að hann vildi taka þátt í félagsstarfi á heimilinu? Með hverju átti að borga það? Eða fara í dags skemmtiferð eins og var auglýst um daginn frá þessu heimili og kostar 27.000 kr á mann(innfalin rúta,matur og fl.) Hann hefði ekki haft efni á að fara með fólkinu í þá ferð heldur. Ef hann hefði nú átt uppkomin börn og tengabörn,barnabörn og barnabarnabörn? Hvað þá? Hann hefði hvorki getað sent jólakort eða gefið afmælis eða jólagjafir ....þökk sé "jöfnuði" Jóhönnu sem hún er svo stolt af.

Lái mér hver sem vill en ég skil ekki þegar fólk lætur svona lagað útúr sér ef og þegar það veit betur (það á að vita betur því það fer með völdin í landinu og er að setja þetta á í kerfinu) annaðhvort er svona fólk siðblint og siðlaust,kann ekki að skammast sín eða hreinlega bara að reyna að blekkja og friða sjálft sig.


mbl.is Sigmundur Davíð fékk lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband