Verður ekkert fjárfest að viti fyrr en ......

Það verður ekkert fjárfest hér á landi svo neinu nemi fyrr en hlutirnir breytast og það sést hvergi að svo sé á döfinni.

Erlendir fjárfestar koma ekki inn vegna gjaldeyrishaftanna og innlendir fjárfestar veigra sér við og í raun nenna ekki að standa í þessu vegna reglugerða fargansins sem hér er á öllu...sem kostar mikinn pening,tíma,strögl og röfl  og heftir fólk í að komast af stað með lítil fyrirtæki.

Að finna,útvega og afla allra þessara pappírar,teikninga og gagna sem krafist  til að fá öll þessi leifi bara til þess eins að stofna lítið fyrirtæki er ekki fyrir neinn normal mann að standa í hér á landi vegna reglugerða og laga fargans.


mbl.is Auknar fjárfestingar í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvaða endemis-og eilifðarkjaftagangur er um þessar erlendu fjárfestingar?

Er ekki nóg af krónum í okkar eigin bönkum?

Ætlaði þessi ríkisstjórn ekki að laga rekstrarumhverfi fyrirtækja með skattavægð og hagkvæmni markaðs-og frjálshyggju?

Svo var sú tíð að auðlindir fiskistofna voru nýttar en ekki bruðlað með skattfé við að auglýsa lokanir.

Sjaldan, á minni tíð hafa grunnmið við Ísland líklega verið jafn krapfull af fiski sem nú, en vinir stjórnmálamanna vilja ekki láta veiða hann svo þeir haldi veðhæfninni í þessari auðlind þjóðarinnar sem þeir hafa fengið að nýta nánast endurgjaldslaust og hrifsað milljarðana út úr rekstrinum.

Mikið ógeð hlýtur þessi þjóð að fá á stjórnmálastéttinni þegar þessi sannleikur rennur upp fyrir henni.

Árni Gunnarsson, 10.9.2013 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband