En hvað með þúsundin sem síminn hirðir af fólki?

Þetta kallast þjófnaður og eða fjárdráttur samborið dóminn sem maður inn fékk en hvað kallast það þá þegar fyrirtæki eins og síminn tekur greiðslur af fólki fyrir þjónustu sem það hefur ekki full nýtt sér og segir að þetta séu reglur fyrirtækisins? Ef þú fyllir á frelsi hjá símanum og notar ekki innan tilskilins tíma þá fyrnist inneignin vegna þess að það eru reglur símans. Hvað kallast það? Ef þú skoðar ekki vel og fylgist ekki sjálf/ur með hvað þú ert að borga hjá símanum á þínum síðum og fyrirtækið tekur greiðslu fyrir þjónustu í marga mánuði,þjónustu sem þú varst búinn að segja upp þá eru það reglur fyrirtækisins að endurgreiða ekki oftökuna nema 6 mánuði aftur í tímann...hitt er hirt af þér þó það skipti kannski þúsundum króna og þér er bara sagt að fylgjast betur með. Hvað skildi það  kallast?
mbl.is Fyllti á símakort fyrir hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Liggur ekki munurinn í því að þú samþykkir skilmála símafyrirtækisins, þegar þú skrifar undir skilmálana ?

Birgir Örn Guðjónsson, 26.11.2013 kl. 14:18

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Síminn er á svipuðu caliberi og Nígeríusvindlarar, burt séð frá öllum skilmálum. Það er stórhættulegt að gefa þessu fyrirtæki aðgang að til að skuldfæra reikning.

Magnús Sigurðsson, 26.11.2013 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband