Vorum við ekki á uppleið eftir hrunið?

Var ekki farið að halda því fram að við værum á uppleið eftir hrunið? Var ekki haft eftir Steingrími J. og fleiri spekulöntum á síðasta ári að nú væri botninum náð og hér eftir væri allt á uppleið? Sýnist fólki allt vera á uppleið hérna? Stöðnun hvar sem er og virðist ekkert vera í gangi....vegna reglugerða tekur óratíma að fá heimildir til að gera smámuni hvað þá stór verkefni,vantraustið í þjóðfélaginu hefur ekkert minnkað og hér virðist lítið vera í gangi. Því er haldið fram að atvinnuleysið hafi minnkað og þeir trúa því sem það segja en við hin ekki þar sem fólk dettur af atvinnuleysisskrá eftir tiltekin tíma og það eitt og sér þýðir ekki að allt sé á blussandi uppleið hjá viðkomandi og hann sé komin í vinnu. Hann bara einfaldlega dettur af atvinnuleysis skránni. Fjölda uppsögn núna nýlega hjá RUV og Ístak,áfram haldandi niðurskurður hjá hinu opinbera í stórum stíl og þannig mætti áfram telja.

Heitir þetta sem sagt að botninum sé náð og allt sé á góðri uppleið í íslensku þjóðfélagi?


mbl.is Gagnrýnir fjöldauppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband