Atvinnuleysið minnkar eða hvað?

Og reglulega eru birtar tölur þessar vikurnar og mánuðina um að atvinnuleysið hér á landi farin ört minnkandi og að allt sé á bullandi uppleið. Er nema von að fólk sé hætt að lesa,hlusta og trúa? Atvinnuleysið hefur minnkað vegna þess að margir eru meðal annars dottnir út af atvinnuleysisskrá og eiga ekki lengur rétt á bótum vegna laga og reglugerða hér á landi.....sumt af þessu fólki fær nú aðstoð frá bæjaryfirvöldum í því sveitafélagi sem það býr og aðrir fá það ekki en þetta fólk er ekki á atvinnuleysisskrá svo þetta sýnir ekki réttar tölur þegar verið er að birta þær. Margt fólk fær hvorki atvinnuleysisbætur vegna þessara laga og reglugerða og ekki heldur aðstoð frá félagsþjónustu í sínu sveitafélagi og reglulega les þetta fólk í fjölmiðlum um að allt sé á bullandi uppleið hér á landi.

Þessu fólki er ætlað að lifa á loftinu einu saman því það fær enga aðstoð nema þá helst frá Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd en það borgar ekki af lánum eða reikninga með þeirri aðstoð.

Þetta er meðal annars einn angi af mörgum í hínu íslenska velferðarkerfi í dag sem við getrum verið svo stollt af......eða hvað?


mbl.is 92 sagt upp í hópuppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband