Held frekar að hegðun skólayfirvalda sé varla ásættanleg fremur en drengsins.

Hversu sjúkt er þetta að verða ? Hversu sjúkt  er þetta orðið ? Hversu sjúkt getur þetta orðið ? Það er spurning sem kannski aldrei verður svarað en það eru varla margir sem geta neitað því að Bandarískt samfélag er orðið fársjúkt og held ég bara sýktara en flest annað. Nú meiga börnin ekki snertast eða kyssast þá telst það kynferðisleg áreytni....kynferðisleg áreytni af litlum 6 ára dreng að kyssa 6 ára gamla skólasystur sína á kinnina......saklaus börn sem eru ekki einu sinni orðin kynþroska og eru ekkert að spá í slíka hluti. Hversu sjúkir eru fullorðnir orðnir,hversu sjúkir geta þeir orðið áður en tekið verður í taumana?
mbl.is Rekinn úr skóla fyrir koss á kinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er ekki að spyrja að öfgunum í Ameríku. Þar er refsilaust að skjóta mann ef þú bara hélst að hann væri innbrotsþjófur en 6 ára drengur skal sæta refsingu fyrir að sýna skólasystur vináttuvott.

En mikið afskaplega er þetta illa skrifuð frétt: 

"Drengur í sex ára bekk í grunnskóla í Colorado-ríki í Bandaríkjunum hefur verið rekinn tímabundið úr skólanum fyrir að hafa „kynferðislega áreitt“ aðra stúlku með því að kyssa hana á kinnina."

Hver er hin stúlkan?

"Skólayfirvöld vilja að áreitnin verði skráð á vitnisburð drengsins, en foreldrar hans mótmæla því harðlega. Hún segir að hann hafi áður fengið áminningu fyrir að kyssa stúlkuna, en að þau tvö séu góðir vinir og að stúlkan hafi ekki mótmælt kossinum með neinum hætti. "

Hún hver? Hún skólayfirvöld eða hún foreldrarnir?

Landfari, 16.12.2013 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband