Til hamingju,enn og aftur tókst ykkur það EKKI.

Árið 2013 er að enda eftir hálfan mánuð og við tekur árið 2014 og verkalýðshreifingin var að undirrita nýja kjarasamninga í dag.....lægstu laun hækka um 8000 kr og svo um 2,8% sem gerir 1750 kr í viðbót. Samtals hækka lækstu laun um 9.750 kr við þess nýju samininga.

Krafan var og hefur verið í mörg ár að lægstu laun hækki í 250 þúsund krónur á mánuði sem er vel undir viðmiðunarmörkum samkvæmt skýrlsu sem gerð var ( en hún var svo þögguð niður því hún mátti ekki sjást í velferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms) en samkvæmt þeirri skýrslu eru ansi margir undir fátækramörkum hér á landi enda þurfa lægstu laun að vera vel yfir 300 þúsundum fyrir skatta svo hægt sé að lifa sæmilegu lífi hér á landi. En Verkalýðshreifingunni og SA finnst þetta full boðlegt fyrir þjóðina eða þá sem hafa lægstu launin og ætla flestir að undirrita þessa samninga svona korteri fyrir jól árið 2013 enda forkólfar þessara samtaka með um og yfir milljón á mánuði og ýmis fríðindi.

Takk fyrir EKKERT með von um að þið eigið Gleðileg jól.


mbl.is Stefnt að undirritun í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband