13.1.2014 | 01:45
Falleg hugsun,fallegt verk en ......
Það er svolítið sérstakt finnst manni þegar lesið er um munaðarlaus börn á heimilum eins og t.d. í Rússlandi,Ukraínu,Rumeniu,Afríku og víða um heim ,jafnvel börn frá hamfarasvæðum sem misst hafa báða foreldra sína að það skuli þykja betur fyrir þeim komið að vera á þessum heimilum en ekki að fólk sem vill og hefur efni á að taka þau að sér fái það. Það er til mikið af fólki sem væri tilbúið að taka barn eða börn að sér,ala það upp,veita því heimili,öryggi og ást,menntun og framtíð en það fæst ekki leifi til að ættleiða þessi börn. Þetta er svolítið sérstök og skrítin hugsun/stefna svo ekki sé meira sagt.
Alsæl með tannbursta og tannkrem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Júlíus ég er sammála.
Þar sem ég er orðinn 53 og maðurinn minn er 41 þá gætum við ekki ættleitt barn neinstaðar frá. Ástæðan er sú að það er ekki horft á sameiginlegan aldur heldur bara aldur konunar. Við erum ekki metinn sem einstaklingar þegar kemur að lagasetningum. Ég var tildæmis 10 daga á skíðum núna um áramót og jól svo ég er mjög virkur einstaklingur.
Ég fæ verk af því að hugsa að ég hef vilja og getu en fæ ekki, vegna fordóma að mínu mati. Ég fæ að vera fósturmóðir íslenskra barna og hef gert það farsællega en ættleiðing er úr myndinni.
Matthildur Jóhannsdóttir, 13.1.2014 kl. 08:52
já það er sérstakt að það skuli vera álitið betra ða þessi börn alist upp á stofnunum þar sem engin ástúð er veitt og þau oft barinn og bundin eins og fréttir og myndir hafa sýnt okkur.Vil þó taka það fram að það er ekki alsstaðra sem betur fer.
Ég gæti alveg hugsað mér að taka að mér 1-2 börn en fæ það ekki vegna þess að ég er einn og ég er karlmaður.
Hefði ekki verið betra fyrir t.d. tvö börn að eignast heimili,öryggi,fara í almennilega skóla og eiga framtíð fyrri sér en að alast upp á stofnunum þar sem kannsk ier sífellt verið að skipta um starfsfólk? Maður bara skiliur ekki svona hugsanahátt.
Júlíus Már Baldursson, 13.1.2014 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.