Hvenær verður maður ......hvað er hvað og hver er hvað?

Eru fjölmiðlar ekki farnir að fara aðeins á skjön við það sem hefur verið hingað til varðandi nöfn eða orð á eintaklingum eftir aldri?

Talað er um í fréttum að 17 ára karlmaður hafi verið tekinn fyrir of hraðann akstur en í sömu andrá er rætt um börn yngri en 18 ára gömul.

Í dag er svo rætt um 6 ára gamla pilta!

Hvenær er maður þá fullorðinn karl eða karlmaður,hvenær drengur eða gutti og hvernær piltur eða unglingur? Hvað með t.d. gutti eða strákur til 10 ára aldurs,drengur eða unglingur frá 11 ára til 14 ára aldurs og piltur fram á 18 ára aldurinn. Við getum þá haft ungur maður eða ungkarl frá 18 ára til 24 ára eða svo enda hljómar það svolítið sérkennilega þegar talað er um í fjölmiðlum karlmaður á þrítugsaldri.....og viðkomandi er kannski 21-22 ára gamall........karlmaður á þrítugs aldri gæti þá t.d. verið 25  og þrítugu.

Getum við ekki haldið okkur við að kalla þetta eins og manni var kennt hér á árum áður að meðtalinni vitleysunni þegar því var breytt að börn næðu 18 ára aldri því samkvæmt því mega og geta börn á Íslandi átt börn,tekið bílpróf,gift sig,keypt bíl,húsnæði og fl.en er ekki treyst til að drekka áfengi........ ha hahahahahahahah ekki er nú öll vitleysan eins hér á landi.Það er meiri ábyrgð að drekka áfengi en að eignast og hugsa um barn,kaupa bíl og húsnæði til dæmis samkvæmt íslenskum lögum í dag:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband