Ekkert breytist,engin ábyrgð fremur venju.

Hversu lengi skildi það líðast í íslensku þjóðfélagi þetta ábyrgðarleysi sem ráðamenn þjóðarinnar eru illa haldnir af og virðist ekki þjaka þá nokkurn skapaðan hlut? Með geðþóttarákvörðun er heil stofnun flutt landshornanna á milli sem kostar tugi milljóna og er á kostnað skattgreiðenda. Er ekki þjóðarbúið nógu illa statt eftir þyrnirósarsvefninn á ráðamönnum þjóðarinnar sem orsakaði hrunið á sínum tíma að það væri meiri Þörf fyrir þessar tugimilljónir sem flutningarnir kosta í eitthvað þarfar en þetta? Og hvernig er með ábyrgðina þeirra sem fara með völdin og gegna þessum embættum um tíma? Er hún engin fremur venju og á það bara að vera þannig? Viðkomandi ráðherra situr í embætti í 4 ár og svo kannski ekki meir en þetta er til frambúðar og það er verið að setja líf fjölda fólks og heilla fjölskyldna úr skorðum með svona gjörningi. En ráðherran fer til síns heima eftir vinnu og ekkert breytist hjá honum. Líf hinna fjölskyldnanna breytist mikið og í sumum tilfellum kollvarpast...fólk flytur ekki með stofnuinni,það missir tekjur,vinnu,öryggi og fl.og þetta fólkk hefur gert skuldbindingar. Þetta fólk er allt með mikla reynslu í því sem það starfar við sem nú fer forgörðum eða tapast og þjóðin tapar á öllu saman en ráðherra heldiur bara sínu striki í lok vinnudags og heldur sínu lífi áfram eftir að hafa skemmt og jafnvel eyðilegat líf margra fjölskyldna og sent þjóðinni óþarfa reikning upp á tugi milljóna.

Bananalýðveldi!


mbl.is Flutningurinn „pólitísk geðþóttaákvörðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband