10.8.2014 | 02:02
Það verður ekki logið á ......
Það verður ekki logið á landann ef það er frír matrur annars vegar og einhversstaðar í boði. Langar biðraðir myndast því þessi þjóð hefur búið við svo mikin sult og vesæld í langan tíma svo ekki veitir af að koma sér í röðina ef það er á annað borð frítt að éta í boði einhversstaðar. Sérstakt að þetta sama fólk mætir ekki á útifundi eða samkomur sem boðað er til og skiptir það sjálft miklu máli eins og kjarasamninga,lög sem kannski er verið að setja á alÞingi og fleira.Nei þá mæta kannski 100 manns en það er þá kannski bara spurnig fyrir þá sem munu skipuleggja slíkar uppákomur eða fundi í framtíðinni hvort ekki væri hægt að fá styrktaraðila og bjóða fría súpu,kakó og kleinur,kaffi eða ís og pulsu? Það myndi þá kannski myndast biðröð?
Löng bið eftir hamborgurum og rifjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Því miður , Júlíus , þá er ég þér HJARTANLEGA sammála , betur færi ef þú færir með tómt rugl , en svo er ALLS EKKI.
Hörður B Hjartarson, 10.8.2014 kl. 11:15
Án þess að rýra það að þarna sé kominn staður sem að vekur áhuga minn og ég mun fara á í framtíðinni þá er alveg vit í þessari færslu...
Spurning með að bjóða upp á grillaðar pulsur og búsáhöld til barnings :)
Ellert Júlíusson, 11.8.2014 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.