Hvaða samkeppnisstöðu?

Hvaða samkeppnisstöðu skildu Bændasamtökin telja að skerðist við að hækka VSK á matvæli úr 7% í 12% ? ( að vísu stendur í fréttinni úr 7% í 15% en það er rangt)

Skildi það vera samkeppnisstaðan sem mjólkurvörur eins og mjólk,skyr,jógúrt,smjör og fl.vörur búa við hér á landi eða skildi það vera hin harða samkeppni við annað lambakjöt sem hið íslenska þarf að keppa við?

Mér vitanlega sem neytanda  ríkir ekki mikil samkeppnu um þessar vörur á íslenskum markaði enda þessar vörur í einokun á þeim markaði.

Matvörur eru dýrar hér á lndi nú þegar og ekki á það bætandi en sjálfum er mér kunnugt um marga öryrkja og enn fleiri ellilífeyrisþegar sem aldrei kaupa hrygg,læri,kótelettur eða lærisneiðar á því verði sem það er nú í dag og það áður en þessi hækkun er komin á sem óneytanlega mun koma því þessir hópar hafa einfaldlega ekki efni á því.

Lambakjöt á íslandi er rándýr munaðarvara þó niðurgreidd sé og sem dæmi má nefna að það skuli kosta um 6000 kr eitt lambalæri segir fólki alla söguna. Barnmargar fjölskyldur eins og ég þekki til hafa heldur ekki efni á þessu því sem dæmi get ég nefnt hjón á miðjum aldri sem eiga  4 stráka á unglingsaldri. Allir vita það að strákar á unglingaldri borða mikið og í raun eins og fullorðnir menn enda brenna þeir miklu og hratt. Það þarf tvö læri í sunnudagsmatinn hjá þessari fjölskyldu og því kostar bara kjötið í máltíðina upp undir  13.000 kr og er þetta fyrir utan allt meðlæti.Venjulegt launafólk getur ekki staðið undir þessu og hefur ekki efni á þessu. En kannski hefði það efni á steik í matinn ef einhver samkeppni væri á íslenskum markaði? Hver veit?


mbl.is Hækkun andstæð stefnu stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Greiðslur til bænda hækka.

Heildin til þeirra nú um 16ma.

næstum 70ma þarf svo að eyða í gjaldeyri til að kaupa inn til framleiðslunnar.

Það mætti því hafa alla á beinum og óbeinum störfum í landbúnaði á 650.000 á mánuði og flytja kjötið inn óunnið og koma út á sama.

Óskar Guðmundsson, 10.9.2014 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband