5.3.2015 | 13:29
Bandarískar teprur.
Já allt talið um frelsið og besta ríkið í heimi....ritskoðun,njósnir og eftirfylgni með öllum "from hell" eins og sagt er á góðri íslensku.
Kvikmyndir,fræðslumyndir og annað efni marg klippt og bannað og í spjallþáttum er stöðugt "píp" inní viðtölin og frásagnirnar þar sem alltaf er verið að segja eitthvað sem ekki má.
Og kaninn sem er einn stærsti klámmyndaframleiðandi í heimi þolir ekki mynd af naktri konu enda fátt eins ljótt og okkar eigin líkami sem okkur ber að skammast okkar fyrir og fela eins og hæt er.
Tökum bara upp kufla og búrkur fyrir alla og þá þarf enginn að skammast sín og eða roðna.
![]() |
Er þessi mynd of dónaleg? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef allir á facebook setja þessa mynd inn... verður þá fb lokað?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2015 kl. 14:25
Íslendingar eru mestu teprur í heimi þegar nekt er annars vegar. Samanborið við Íslendinga eru jafnt Bandaríkjamenn sem og talibanar táknmyndir frjálslyndis.
- Pétur D.
Aztec, 5.3.2015 kl. 14:34
Ég man þegar spaugstofan var kærð fyrir klám og þurfti að mæta fyrir rétt.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.3.2015 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.