En afhverju býr hún ekki sjálf á Íslandi?

Sérstakt að hvetja til byltingar hér á landi en búa sjálf erlendis. MInnir mann meira svona á að vilja bæði fá og taka.Björk ætti að flytja hingað og búa hérna áður en hún fer af stað með svona yfirlýsingar í erlendum fjölmiðlum.Hún býr ekki við það ástand sem hér ríkir.

Vinstri stjórnin sem sat síðast hreinsaði ekkert upp,hún einblyndi á að koma sem mestu yfir á almenning til að borga.Fólkið sem missti vinnuna,var að missa húsnæðið sitt og bílana ásamt hafði misst spariféð sitt átti að borga hrunið og það átti að borga meira. Skattar voru hækkaðir og leitað að nýjum sköttum,Icesafe átti svo að troða ofan í kokið á þjóðinni með samningum en forsetinn bjargaði því.

Núverandi ríkisstjórn hyglir svo bara að þeim sem eiga nóg og hafa átt nóg það er Sjálfstæðisflokkurinn og Franmsóknarflokkur(þau mestu öfugmæli sem til eru í íslenskri tungu en það er annað mál) hyglir að sínum eins og mörg fyrrum dæmi sanna en hugsunin hjá flokknum er svo aldir aftur í tímann og virðist seint ætlað að skilja að það er komið árið 2015 en ekki 1815.

Fjórflokkurinn er liðinn undir lok hér á landi,það er bara spurning hvernær þeir skilja það. Fólk vill kjósa fólk en ekki flokka.


mbl.is Björk vill aðra búsáhaldabyltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Björk er heitur ESB sinni eins og pabbi hennar. Það er samt ekki alltaf samræmi í því sem hún segir og syngur.

http://youtu.be/4P5xSntVWQE

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2015 kl. 21:59

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það virðist vera mannlegt eðli að notfæra sér stöðu sína til þess að hnýta í og skapa úlfúð, þegar maður sjálfur er í öruggu skjóli og getur ekki tapað.

Slíkt fólk er aumkunarvert.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.3.2015 kl. 22:37

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvers vegna býr hún ekki hér?

Skattaástæður.

Það er oftast ástæðan.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.3.2015 kl. 07:50

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Niðurtalningin er hafin.....flokksræðið er að lýða undir lok.

Sigurður Haraldsson, 13.3.2015 kl. 08:59

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

He he... Góður Sigurður.

Fólk leitar ávallt í hóp, sumir í þann stæðsta, aðrir halda sínum prinsippum osfrv. Kallinn á kassanum. . . það eru bara til myndir af honum, sjáðu til.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.3.2015 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband