Það fór fyrir lítið þetta marg umrædda matvæla öryggi hér á landi

Matis og starfsfólk þess fór í verkfall og þar með taldir dýralæknar og hvað gerðist?

Jú það mátti slátra dýrum og fuglum og setja í frysti en ekki í vinnslu og búðir.

Og það fást ekki bökunarkartöflur í verlsunum því þær eru búnar hjá innlendum framleiðendum og innfluttar sitja í gámum á hafnabakkanum vegna þess að þær fást ekki tollafgreiddar og hvers vegna skildi það vera?

Jú af því dýralæknar hjá Matís eru í verkfalli og gefa ekki út heilbrigðisvottorð.

Hversu langt er hægt að gnaga í bullinu í þessu þjóðfélagi með laga og reglugerðafarganið.

Þetta er löngu farið að standa okkur fyrir þrifum og bullið heldur áfram því stöðugt bætist við þetta rugl.

Já það fór fyrir lítið þetta marg um rædda matvæla öryggi hér á landi.


mbl.is Endurskoða eftirlit með innfluttum mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Það eru reyndar dýralæknar MAST (Matvælastofnunar) sem fóru í verkfall.  Matís er annað eftirlitsapparat.  Það er rétt hjá þér að laga- og reglugerðafarganið er alltof langt gengið á sumum sviðum hér á landi.  En þú veist væntanlega hvaðan MAST (og líklega MATÍS líka) eiga rætur sínar að rekja?  Þetta eru skilgetin afkvæmi frekju og yfirgangs ESB í gegnum EES samninginn.  Nú orðið má mús ekki prumpa úti í sveit nema hafa undirskrifað og stimplað leyfi frá MAST og svo væntanlega rannsakar MATÍS gasið úr afturenda músarinnar til að það standist lög og reglur ESB.  Sem dæmi um ruglið þá er bændum skylt að hafa meindýravarnir á búum sínum til að halda aftur af músum skv. MAST, en þeir bændur sem benda á köttinn sem alla tíð hefur verið bestur í slíku fá þau svör að þeir séu líka meindýr og gagnist því ekki sem meindýravörn og sem slíkir mega þeir t.a.m. alls ekki labba í gegnum mjólkurhús kúabænda.  Reglugerðarfargan MAST er til að mynda að ganga af heimavinnslu afurða dauðri að sögn formanns Beint frá býli.  Orð formannsins eru skv. grein í nýjasta Bændablaði:

"Sami aðili, þ.e. MAST, sér um skoðun, ákveður hvort hlutirnir séu í lagi, gerir kröfur um úrbætur efþörf er á, upplýsir í sumum tilvikum ekki um rétt þess sem til skoðunar er, ákveður úrbótafrest, dæmir um árangurinn, kveður upp dóm og refsar ef með þarf.  "Ég veit ekki um annað kerfi þar sem sami aðili er með alla þætti á sinni könnu, frá skoðun til ákæru og lokadóms", segir Guðmundur."

Góðar stundir...

Högni Elfar Gylfason, 29.5.2015 kl. 16:46

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þar sem hryðjuverkamenn eru í rækt þar er allt ótryggt.  

Hrólfur Þ Hraundal, 29.5.2015 kl. 17:33

3 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Þetta er svo "djúpt" hjá þér Hrólfur að orðskýringa er þörf ;-)

Högni Elfar Gylfason, 29.5.2015 kl. 17:44

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Högni Elvar, Þú skilur þetta bara svo sem þér hentar, enda lenska hér uppi.  Ef það ekki dugar þá hefur þú ekki kafað nógu lengi.  

Hrólfur Þ Hraundal, 29.5.2015 kl. 18:39

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÆÆÆÆ engar bökunarkartöflur ? laughingætlviðlifum þettaaf ????

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.5.2015 kl. 18:49

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Högni þetta er tómt bull í þér varðandi Matís. Matís varð til við sameiningu rannsóknastofnana, Rf og Matra, ef ég man rétt. Það sem þeir gera er að taka sýni og rannsaka þau, fyrir iðnaðinn og Mast.

Það getur hver sem er unnið með þær niðurstöður sem þar fást og borið þær saman við einhver lágmarksgildi sem standa í reglugerðum. Það þarf ekki dýralækna til þess að bera saman tvær tölur á blaði. Það getur hver sem er svo fremi að viðkomandi sé læs.

Dýralæknar eiga að einbeita sér að dýraheilbrigði en ekki einhverju sem er dautt. Það eru til aðrir sem hafa meira vit á því en þeir.

Sindri Karl Sigurðsson, 29.5.2015 kl. 19:31

7 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Hrólfur - Nei ég skil þetta reyndar alls ekki, en ef þú vilt ekki útskýra þetta þá er það þitt mál :-)

Sindri - Ég skrifaði "líklega MATÍS líka".  En veistu af hverju það þarf allt í einu að rannsaka svona mikið hjá MATÍS?  Heldurðu að það geti eitthvað tengst kröfum ESB um slíkt?  Allavega voru það rökin sem heyrðust frá þeim þegar þeir voru að skæla yfir að eiga ekki nógu dýrar græjur til að rannsaka hitt og þetta að skipum ESB.  Síðan kom auðvitað aumingjastyrkur frá ESB (IPA styrkur) til að kaupa þessi tæki (frá ESB - fyrir ESB).  En kannski er ekki alslæmt að þeir rannsaki það sem flutt er inn í miklum mæli núorðið, svona miðað við hvað komið hefur í ljós í matvælaiðnaðinum í ESB löndum upp á síðkastið :-/ 

Högni Elfar Gylfason, 30.5.2015 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband