Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Og ekki veitir af í þessum sífellda niðurskurði............

en það er má segja alveg einstakt og bæði fallega gert og hugsað allar þessar tækja og peningagjafir til sjúkrahússins enda veitir ekki af eftir allan niðurskurðin og miðað við hvað birst hefur í fjölmiðlum undafarna mánuði um ástandið þarna.....mannekkla,úr sér gengin tæki,biluð tæki,gömul tæki og ónýt tæki.
mbl.is Einstök góðvild í garð Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegt rán og okurvextir.

Maður borgar alltaf meira og meira fyrir minna og minna hjá þessum fjármálafyrirtækjum enda maka þau krókinn eins og þau mögulega geta.Það virðist sem ekkert eftirlit sé með þessum stofnunum og þau fara bara sínu fram eins og þeim dettur í hug.Teknin eru gjöld fyrir hverja kortaútekt þó fólk borgi gjöld á hverju ári fyrir kortin,seðilgjöld,þjónustugjöld,útskriftargjöld og fl.hvað skildi þeim detta næst í hug og hvað skildi það verða kallað?Svo ef fólk á pening á reikningi sínum þá borgar það gjald fyrir að taka út af sínum eigin reikning....hvenær skildu bankarnir fara að borga fólki fyrir að leggja inn á reikningana?....þeir jú nota þá peninga til útlána með okurvöxtum.Kortafyrirtækin sem eru jú í eigu bankanna breyttu úttektartímabili kortanna á sl.ári og styttu þau um 12 daga að meðaltali en pössuðu að minnast helst ekkert á það...bara að þetta yrði hagkvæmara vegna þess að áður voru allar færslur handskrifaðar en nú þyrfti þess ekki.......gjaldagi kortanna breyttist því og er ekki hinn sama hjá Mastercard og Vísa eins og áður var....bara til að rugla fólk aðeins meira.

Sjálfur hélt ég að okurvextri væru ólöglegir hér á landi enda var einstaklingur dæmdur fyrir slíkt fyrir mörgum árum síðan en annað virðist gilda um bankana ....var ekki þingi að reyna að taka fyrir þetta á síðustu dögunum sem það starfaði vegna smálánafyrirtækjanna? Hvað með bankana sj+alfa? Öll þjónusgjöld hækka,ný gjöld tekin upp.okur vextir nema af innistæðum og þannig mætti lengi telja.Enginn virðist hafa neitt um þetta að segja,enginn ræður við þetta og enginn veit hverjir eiga þá........þetta eru bara eins og stór kýli,krabbameinsæxli á þjóðinni sem stækka og stækka og engin lyf eða lækning finnst við þessu og enginn ræður við þetta.


mbl.is 24,6 milljarðar í þjónustugjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland 2008

já stundum er eins og tíminn standi í stað hjá sumum..................
mbl.is Ný Skuggahverfisíbúð á 107 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlaði kirkjan ekki að fara að spara?

Er nú ekki hægt að nota kirkjurnar saman á milli hverfa í þéttbýlisstöðunum.......þurfa endilega að vera kirkjur í hverri einustu sókn?

Allt kostar þetta peninga,marga tugi milljónma að byggja þetta sem og að reka þetta.

Út um allt land standa í dag kirkjur sem lítið eða ekkert eru notaðar eftir sameiningar sveitafélaga.Hvað kostar það okkur að halda þessu við,mála þetta að utan og innan,hita þetta upp með rándýru rafmagni og lýsa þetta upp að utan í skammdeginu.Gæti kirkjan ekki notað peningana sem spöruðust af því að leggja eitthvað af þessu af í eitthvað þarfara og betra?  Afhverju ekki að nota sumar af þessum litlu fallegu sveitakirkjum t.d. sem kannski er orðið messað í einu sinni á ári í eitthvað gagnlegt eins og að leigja þær út,sá sem leigir þær borgar hita og viðhald og peningarnir sem kæmu inn fyrir leiguna færu í hjálparstarf kirkjunnar þar sem þörf er fyrir það. Kirkjan myndi aftur á móti skapa  eitthvað skemmtilegt í viðkomandi sveit eins og t.d. markað,kaffihús,safn eða eitthvað annað skemmtilegt til að auka á fjölbreytnina fyrir íbúana og ferðamenn.Eigur viðkomandi kirkju gætu svo bara verið varðveittar á sérstöku kirkjusafni þar sem þær eru merktar viðkomandi sókn og kirkju.

Mætti vel athuga þetta?


mbl.is Fengu lóð undir nýja kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og nú skal samkvæmt lögum taka nagladekkin undan........

Og þá er komið að enn einni árlegu vitleysunni hér á landi og það er að banna notkun nagladekkja eftir 15.apríl en þá ætlar alþingi að stjórna veðurfarinu á landinu og passa að ekki snjói eða frjósi meir fyrr en næsta vetur.

Nú er hálka á heiðum og langtímaspáin segir NA áttir með éljagangi eða slyddu og frosti um mest allt land allavega fram á mánudag.....spurning hvort alþingi breyti veðrinu þá úr því það hefur ekki gert það núna.

Og þetta passar vel við hina vitleysuna sem hér er að þjóð sem býr norður við heimskautsbaug skuli halda uppá sumardaginn fyrsta í apríl en næstkomandi fimmtudag þann 25.apríl þá segir dagatalið okkur að það sé komið sumar..............en það er jú bara dagatalið sem segir það enda spáin sú sama og oftast áður fyrir þennan dag....NA strekkingur með slyddu og eða snjóéljum........gott fyrir skrúðgöngur,fána og blöðrur sem og stuttbuxurnar hjá skátunum:)


mbl.is Enn vetrarlegt á vegunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara gaman að þessu......:)

Ekki nema von að þulirnir hafi sprungið......sérkennileg tilsvör.........en hláturinn smitandi:)
mbl.is Þulirnir bókstaflega sprungu úr hlátri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já náunga kærleikurinn og tillitsemin..............

það vantar ekki í Íslenskt samfélag í dag hvað margir taka tillit til annarra í þjóðfélagfini og hversu mikil ró pg friður er yfir öllu:)

Kom þessi framkoma einhverjum á óvart miðað við hvernig margt fólk er farið að láta?


mbl.is Ók í veg fyrir hjólreiðafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg sammála að skatta þarf að lækka.....

enda eru skattar allt að drepa niður hér á landi.hér er engiknn drift í neinu.lítil plön og virðsit sem allt sé staðnað og frosið....EN.....afhverju skildi almenningur treysta því núna að matvæli eða vöruverð lækkaði almennt núna þó skatta yrðu lækkaðir hér á landi? Við treystum því á sýnum tíma þegar vsk var lækkaður á matvæli og hvernig fór sú lækkun.....hún kom ekki við buddu almennings í þessu landi.

Svo afhverju þá núna?


mbl.is Herferð kaupmanna víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skildi þetta vera ætt?

Spurning um hvort þetta sé ætt þegar laxinn er orðin svona stór og gamall? Þetta er bæði grófur og feitur fiskur svo ég get ekki imyndað mér að það sé nokkuð hægt að gera við svona bolta.
mbl.is Risalax kom í grásleppunet í Norðfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já það lærir fljótt......gegnsýrt og fársjúkt þjóðfélag af siðblindu og spillingu.

Ekki þarf þetta fólk að vera lengi á þingi þegar það hefur lært að ná sér í aukapening ofan á launin.Spilling á spillingu ofan og aldrei verið meira eða verrra en nú.

Allt átti að vera uppi á yfirborðinu og nú skildi taka á öllu leynimakki og vinagreiða þegar bankahrunið varð,stofna átti hið Nýja ísland sem átti að vera laust við alla spillingu eins og hið gamla var.........og ekkert gerðist fremur venju...spillingin,vinagreiðslu pólitík,sjálftaka og fl.grasserar nú sem aldrei fyrr og ef eitthvað er þá hefur vont versnað.......í það minnsta allavega ekkert batrnað. Og ég hélt að þetta væri ekki það þjóðfélag sem við vildum sjá hér.

Nú fær hann búsetustyrk eins og svo margir aðrir gera og hafa gert árum og áratugum saman enda skaffar þetta fólk sér bitlingana og aukasporslurnar sjálft ofan á launin sín.

Hefur ekki Steingrímur J.svo dæmi sé tekið átt heima í Breiðholtinu í áratugi en lögheimili hans er í Þistilfyrðinum og Jón Bjarna á lögheimili á Blönduósi en býr á Aragötunni og margir fl.hafa þetta svona.

Hvernig ætli það sé með "okkur " hin ef við létum bara undir hælinn leggjast að skrá okkur þar sem við búum?.....kannski maður bara prófi það og láti á reyna.


mbl.is Sigmundur Davíð fluttur til Austurlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband