Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Og skildi það ekki eiga vel við hér líka?.......:)

Örugglega margir sem bæði áttu til trú og von hér á landi en það var tekið af þeim eins og svo margt annað og ætli vonin sé ekki orðin ein stór vonbrigði víða í þessu þjóðafélagi.Held að Frakkar séu nú ekki einir á báti þarna.
mbl.is Vonin hefur breyst í vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning hversu langan frið.......................

Fólki er auðvitað farið að leiðast að ekki komi til ný stjórn sem fari að vinna í og taka á málunum sem síðast stjórn gerði ekki.Málunum sem hvíla þyngst á þjóðinni og það eru örugglega ekki friðun á hinum og þessum svæðum,innganga í ESB eða fiskveiðistjórnunarkefið og ný stjórnarskrá.Fólk sem er án vinnu,fópkk sem hefur eða er að missa allt sitt hefur allt önnur mál í forgangi.Fólk sem er komið í vanskil þolir ekki langa bið og klukkan tifar.

En varðandi leikina á alþingi hvort sem það er síðastaleikur,fallin spíta,brennó eða aðrir leikir þá er nú þjóðin orðin nokkuð vön því að hlusta á slikt og horfa uppá það frá þessum stærsta "leikvelli" þjóðarinnar við Austurvöll svo hún lætur sér  kannski ekki bregða svo mikið þó Sigmundur fari í einn "klukk" leik í viðbót svona áður en hann skapar starfhæfa stjórn.Bara að það taki ekki of langan tíma.


mbl.is Vill að Sigmundur fái frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

annað og nýtt nafn um persónunjósnir einstaklinga.....

Já í  dag kallast það öryggisgæsla og eftirlit að fylgjast með fólki án þess að það viti af því eða samþykki síkt en fyrir svona 15 árum síðan kallaðist þetta persónunjósnir og brot á friðhelgi einkalífs. Allt er þetta víst breytingum háð í nútíma þjóðfélagi en hvað skildi verða um allar þessar upptökur og hver skildi fylgjast með því að þeim sé eytt eins og lög og reglur gera ráð fyrir?

Hvar er persónuvernd núna?????????????


mbl.is Aukin öryggisgæsla í Kauptúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún gerir kannski bara bæði?.......

Ekki veit ég hvort þessi marg umrædda keppni sundrar eða sameinar en fyrir mína parta þá er þetta einn sá dagskrarliður sem manni fannst skemmtilegur og horfði alltaf á á hverju ári.En síðan eru komin ansi mörg ár og má segja að maður fylgist svona með keppninni með öðru auganu eins og sagt er.Kvöldið sem keppnin fer fram er jú kveikt á sjónvarpinu hjá manni en maður kannski að gera eitthvað annað og situr ekki negldur í sófanum.Í flestum tilfellum er allt í lagi að heyra lögin og mörg hver ansi léleg og leiðinleg en langt er síðan maður heyrði einhvern "smell" hljóma á sviði í Eurovision en ekkert sérstak er að horfa á þau flutt.Í flestum tilfellum eru þetta hálfberar stelpur sem skaka sér á sviðinu á meðan lagið er í flutningi og mikið frekar eins og þær séu að"koma" en að syngja lag miðað við hreifingar og hegðun.

Þessi keppni hefur breyst svo mikið á undanförnum árum og orðin leiðinlegri og óréttlátari en hún var og stigagjöfin er svo alveg sér kapituli útaf fyrir sig enda hefur maðr misst áhugann á henni undanfarin ár. Við Íslendingar bíðum svo flestir eftir því að vinna kepðnina,höfum gert það frá því við byrjuðum að taka þátt í keppninni árið 1986 og við erum svo þolinmóð og bíðum enn eftir sigri.Já við bíðum enn eftir sigrinum.......en þá verðum við líka að senda góð lög sem eitthvað er varið í og lög sem  fólk nennir að hlusta á og eru helst grípandi....það eru mörg ar síðan það gerðist hjá okkur en við bíðum enn:)Að syngja svo á hinu gamla ylhýra....hmmmm engin von um sigur...getum gleymt því.

Íslenskan er bæði hart og stirt tungumál og útlendingar tala um að við hljómum sem reiðir hundar og séum að rífast...sé maður spurður erlendis af útlendingi hvaðan maður sé og maður segir ...hvað heldurðu þá er undatekningarlaust giskað á ......Finnland eða Holland:)Á meðan við syngjum í Eurovision á íslensku þá reynir meira,betur og lengur á þolinmæðina í okkur enda langt að bíða eftir hinum langþráða sigri á meðan svo er.


mbl.is Sameinar eða sundrar Evróvisjón?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki verið að grínast?..........

Samkvæmt svari frá Lyfjastofnun er ekkert fylgst með hvaða og hverjir eru að flytja inn lækningatæki eða gerviliði í fólk hingað til landsins......þetta er bara f lutt inn og sett í að því er virðist.

Er ekki verið að grínast?....hér á landi er fylgst með öllu samborið skattaskýrslur almennings.....skatturinn fær upplýsingar um hver skuldastaða eða eineign almenningser,hver kortanotkun hans er bæði hér á landi sem og erlendis og það er fylgst með ferðum okkar um landið og erlendis....teknar myndir af okkur í tíma og ótíma og við talin inn og út úr fyrirtækjum og verslunum en enginn virðist fylgjast með hvað og hverjir eru að flytja inn og nota lækningatæki hér á landi?


mbl.is Vita ekki hverjir flytja lækningatæki til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar ekki lágkúruna .......

afskaplega lágkúrulegt og aumingjalegt að gera svona og þora ekki að koma fram undir nafni eða kannast við svona vinnubrögð....held að sá eða sú sem að baki þessu standa ættu að sína manndóm og dug og taka þetta út. Hún /hann yrðu menn að meiru.

Það er í lagi að vera ósammála og vera á móti en gera það þá undir nafni og kannast við það sem maður skrifar.


mbl.is „Ég neita þessu innilega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getum við virkilega ekki gert betur en þetta?

Það er skömm að þessu finnst mér......að bláfátækir útlendingar skuli vera hér í reiðileysi á götunni án húsaskjóls og matar......er kefið okkar virkilega svona kalt og ómanneskjulegt að það skuli ekki vera hægt að hýsa og fæða nokkra fátæka útlendinga sem hingað eru komnir á kannski fölskum forsendum eða í það minnsta vegna rangra upplýsinga um land og þjóð?
mbl.is Fátækt fólk í hrakningum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirheitna landið.................

já hann var stór Ameríski draumurinn en hann rættist ekki alltaf.
mbl.is Landnemarnir átu mannakjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilyrðislaust að birta nöfn fyrirtækjanna sem láta sauma fyrir sig í þessum verksmiðjum....

Stoppa þetta þrælahald,er ekkert betra en vændi eða annað mannsal....birta nöfn þeirra fyrirtækja sem láta sauma fyrir sig í svona verksmiðjum og hætta að versla við þau.......þessar tuskudruslur eru ekki þess virði að farið sé svona með fólk.
mbl.is Líta á verkafólk sem peningavélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri alveg eftir öðru og í takt við flest hér........

að Sigmundur Davíð myndi byrja á að svíkja stóran hluta þjóðarinnar og stofna stjórn með öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og koma þeim að sem stór hluti þjóðarinnar kaus í burtu.

Síðustu kosningar fóru eins og þær fóru vegna þess að fólk vildi ekki meira af því sem hafði verið,vildi ekki VG og ekki Samfylkinguna lemgur við völd...vildi ekki lengur vinstri stjórn með alla sína afturhaldssemi.

En hann um það ef hann gerir þetta,þetta eru fjögur ár og ætli fylgið hjá Framsókn verði eins hátt í prósentum talið  næst eins og það var nú? Ég stór efa það.


mbl.is Minnihlutastjórn möguleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband