Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Ísland=bannað!

Já það er flest allt orðið bannað hér og auðvelt að halda öllu hér til baka með einokun,hömlum og okri.

Og sérkennilegt hvað yfirvöld gangast upp í þessu,taka mikinn og virkan þátt í þessu og hefta innflutning á ýmsu sem annars er ekki til hér á landi og er ekki framleiddur hér.

Opið frjálst lýðræðisríki? .................nei lokað einokunar lögregluríki.


mbl.is Bannað að flytja inn eftirlíkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bruðl með almannafé.

Þetta er bruðl með almannafé eins og svo oft vill vera hér og nær að nota fjármuni þar sem þeirra er þörf en í svona. Enn ein aðstaðan verður svo úti við til ýmissa viðburða og er nóg til af slíku nú fyrir og enn eitt kaffihúsið verður á svæðinu. Nú orðið má ekki reisa hús á vegum hins opinbera að ekki sé veitinga eða kaffihúsa aðstaða í húsinu. Hvað gerði fólkið áður fyrr?
mbl.is Vigdísartorg verður niðurgrafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man ekki og veit ekki.

 

Annað hvort er gaurinn illa gefinn,hann er á einhverju sterku sem virkar vel á hann eða hann er að gera grín að spyrlinum og kemst upp með það. Hver myndi t.d. ekki muna eftir því hvort hann hefði komið til Ástralíu eða ekki?


mbl.is Vandræðaleg yfirheyrsla Biebers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannaverk eða?

Miðað við myndina sem birtist með þessari frétt þá herfur hrossið þess vegna geta rifið sig á einhverju í haganum,jafnvel nagla á staur eða gaddavír.Alþekkt er að hross nudda afturendanum upp ogf niður,fram ig til baka á ýmsum hlutum sem .þeir komast í tæri við og þekkt er t.d. að hross brjóti spegla af bílum,nagi lakkið á þeim og rífi þéttlistana af svo fram og eða afturrúður falla úr. Sé þetta af mannavöldum er þetta að sjálfsögðu níðingsverk en aðrir möguleikar eru svo sannarlega til staðar.
mbl.is „Ég átta mig ekki á þessum kenndum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta vandamálið eru stjórnvöld.

Stærsta vandamálið alls staðar í heiminum eru stjórnvöldin sjálf  og þingin. Það er ekki hlustað á fólkið og þess vegna er ástandið víða eins og það er. En það er líka svolítið sérstakt að horfa uppá í margar vikur,mánuði og jafnvel ár á ástandið í sumum löndum og afhverju ástandið er þar eins og það er að stjórnvöld í öðrum löndum skuli ekki læra neitt af því og láta sér það að kenningu verða. Hvernig var það í Egyptalandi,Lýbíu,Sýrlandi.fyrrum Sovétríkjunum,Austur Þyskalandi og nú síðast í Úkrainu svo eitthvað sé nefnt? Það sauð uppúr í þressum löndum og mörgum fleiri vegna þess að stjórnvöld hlustuðu ekki á fólkið. Og enn þverskallast íslensk stjórnvöld við með ESB samningin og umræðuna um hann. Væri nú ekki best að klára þetta úr því það var byrjað á því,leifa þjóðinni að kjósa og málið fer þá eins og það fer í stað þess að hafa þetta svona yfir þinginu og mótmælin úti á Áusturvelli? Ég held að utanríkisráðherra væri meiri maður ef hann drægi þetta til baka og kláraði bara málið frá því sem frá var horfið.
mbl.is Boðað til mótmæla á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held þeir ættu á horfa sér nær.

Það  ekki mikið að hjá þeim sem sífellt eru að agnúast út í minnihlutahópa og sérstakt að sæmilega upplýst fullorðið fólk skuli vera almennt að velta sér uppúr því hvort náunginn sé svona eða ekki.

Ég held að þeir ættu að líta sér nær og athuga hvort allt sé i svona góðu standi hjá og í kringum þá sjálfa og fara að taka til þar sem þörf er á en ekki vera að velta sér uppúr lífi og málum annarra sem þeim kemur ekkert við.


mbl.is Segja fordóma enn við lýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta venjan?

Er það orðin venja að fyrirtæki sem starfsmenn kæra og fara í mál við borgi allan kostnaðinn? Slær það ekki svölítið skökku við að ef svo er og þykir þetta ekki sérstakt?
mbl.is „Ég tók þessa ákvörðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki við hæfi

Þetta er ekki fallegt minnismerki og það er ástæðulaust að skemma svona fallegan höfða og fara svona með fallega náttúru. Það hýtur að vera hægt að reisa minnismerki um hina látnu á landi og gera eitthvað fallegt með nöfnum þeirra á þó ekki sé farið svona illa með náttúruna.
mbl.is Útbúa minnismerki við Útey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg framkoma.

Það er vonandi að nú verði breyting á og að reglum eða lögum um hælisleitendur verði lagfærðar til mannlegri vegar. Það er ekki hægt að þjóðfélag sem er að styðja við mannréttindi og neyðaraðstoð í örðum löndum skuli koma svona fram við flóttamenn og telur sig til siðmenntaðs þjóðfélags.
mbl.is „Geymdur eins og dýr í búri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú brást IKEA.

Og hækkaði verið á saltkjöti og baunum um yfir 500% á milli ára.

Á hvorn listann skildu þeir fara á hjá ASÍ núna vegna hækkanna?


mbl.is Saltkjötið ekki lengur á túkall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband