Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014
2.3.2014 | 21:03
Þróunaraðstoð.
Ef landið hefur ekki þróast meira en þetta árið 2014 þrátt fyrir aðstoð frá hinum ýmsu þjóðum uppá milljarða þá er þeirri aðstoð sjálfhætt því það er þá orðin borin von um að það þróist meir. Frá íslandi koma 500 milljónir í þróunaraðstoð til Úganda sem nýlega samþykkti lög til að herja á minnihlutahópa það eru samkynhneigðir. Það væri nær að setja hluta af þessu fé beint til baráttusamtaka samkynhneigðra í Landinu og nota restina í mennta eða heilbrigðiskerfið hér á landi enda veitir ekki af. Við eigum ekki að styðja við eða styrkja lönd sem brjóta svona á mannréttindum og ekki síst þegar sjálfur forseti landsins sem samþykkti þessi lög segir að þjóðir heims geti bara hætt að stryrkja þá ef þær vilja gera svo en þær muni ekki ráða því hvaða lög séu í gildi í landinu eða hvaða lög séu í gildi þar.
Hættum þessari þróunaraðstoð við Úganda,styðjum samtök samkynhneigðra þar í landi frekar og notum restina hér heima.
Nornaveiðar eiga eftir að kosta mannslíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2014 | 19:33
Gott dæmi um hvernig fréttaflutningur getur verið.
Samkvæmt fyrirsögninni gæti maður haldið að maðurinn hafi drukkið heila ruslafötu af viskíi og látist af þeim orsökum eða að eitthvað hafi verið í ruslafötunni sem varð manninum að bana þegar hann drakk viskíioð úr fötunni.....en nei þetta er enn eitt gott dæmið um hvernig fréttaflutningurinn getur verið.
Maður og aðrir með honum drukku úr viskíflösku sem þeir fundu í ruslafötu og reyndist innihald flöskunnar ekki vera í lagi.
Drakk viskí úr ruslafötu og lést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2014 | 18:21
Forgangsröðunin.
Þá getur heimurinn séð forgangsröðunina. Heilbrigðiskerfið og skólakerfið látið sitja á hakanum fyrir fótboltann. Menntun unga fólksins til framtíðar sem erfa mun landið og heilsufar landsmanna er minna metið en fótbolti sem nú til dags snýst um peninga,græðgi,völd og mannsal fyrir opnum tjöldum og líðst um allan heim.
Mótmæli á kjötkveðjuhátíðinni í Ríó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2014 | 18:08
Og gat Bjarni þá ekkert lært af þessu?
Ríkisstjórnin á að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2014 | 17:54
Enn eitt bullið
Hvernig getur þessi þjóð verið sjálfri sér nóg um matvæli? Hver á á trúa þessu bulli? Ekki getur þjóðin lifað á kjöti og mjólkurvörum eingöngu eða er það það sem ráðherrann,Framsókn og bændasamtökin vilja?
Við búum það norðarlega og landið er það kalt að við verðum að flytja inn matvæli og efni til að framleiða ýmis matvæli og komust ekkert hjá því,hvorki nú né síðar.
Við notum hveiti og aðrar kornvörur,maís,feiti,sykur,olíur og margar aðrar vöru til að framleiða matvörur og þessar vörur verðum við að flytja inn til að geta framleitt aðrar vörur.Hvernig á þá þjóð sem er bundin af þessum aðstæðum að geta orðið sér alveg nóg um matvörur? Hvað með kornið sem fer í brauðin,sykurinn og feitina? Hvað með kaffið og te? Efni til djús og gosframleiðslu,efni til áfengis og bjópframleiðslu,efni til framleiðslu á unnum matvörum? Allt þetta er og þarf að fytja inn.
Verði ekki upp á aðrar þjóðir komnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2014 | 17:44
Merkilegt nokk.
Já þjóðin náði að höndla bjórinn þrátt fyrir fortölur stórtemplara og risaeðlanna sem héldu að þeir ættu og gætu haft vit fyrir þjóðinni í mörg ár og áratugi.
Íslendingar gátu nerfnilega þar til fyrir 25 árum síðan drukkið bjór þegar þeir ferðuðust erlendis en ekki hér heima fyrir en hér gátu þeir drukkið létt vín,brennd vín og sterk vín en bjórinn sem hafði minnsta alkohól magnið,þeim var ekki treystandi til þess að mati margra sem töldu sig þurfa að hafa vit fyrir vitleysingjunum en voru í raun svo gmaladags í sér að hægt væri að líkja þeim hugsunarhætti við risaeðlurnar sem jú dóu út fyrir að minnsta kosti 65 milljónum ára síðan. Aldurstakmark til áfengis og bjórdrykkju er svo annar kapituli útaf fyrir sig hjá þessari þjóð.
En þeir sem drekka bjór og þykir hann góður...Til hamingju með daginn!
Íslendingar höndluðu bjórinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2014 | 11:59
Ríkið á og ríkið tekur.
Fá ekki að dreifa ösku látinnar manneskju við vatnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |