Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Það sem búist var við.

Þetta er bara þa ðsem búist var við og kemur engum eða fáum á óvart.Þetta er Ísland og þetta virðist vera venja eða óskráð lög hér á landi að skattar sem felldir eru niður skili sér ekki til neytenda. Hvernig fór með VSk á veitingahúsin hér um árið? Sú lækkun skilaði sér aldrei og það var ekkert gert í því.


mbl.is Lækkun á sykurskatti skilar sér ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Littlasta land í heimi?

Þá höfum við það,landið er minna en talið var,hæsti tindurinn Hvannadalshnjúkur reyndist lægri en talið var þegar það var mælt síðast með nýrri tækni og hvernig fer þá með mælinguna sem birtist á Mbl.is fyrir um þremur vikum síðan að íslenskir karlar væru með þann stærsta í Evrópu?

Töpum við því sæti kannski líka?

Við þurfum greinilega að taka upp frasann sem frægur varð hér í den................ MÆLIÐI RÉTT DRENGIR!.


mbl.is Ísland örlítið minna en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska aðferðin.

Almenn skynsemi á íslandi er að fá meira,taka meira,rukka meira,heimta meira og stela meiru...........þetta er íslenska aðferðin og kallast því góða nafni "Almenn skynsemi"

Alltaf skulum við skara framúr örðum eða við allavega reynum það og þykjumst gera það.

Árið 2020 verður svo sennilega byrjað að taka gjald fyrir ef þú hóstar 1500 kr

Ef þú hnerrar 2500 kr og ef þú kannt þig ekki betur og rekur við á flugi 10.000 kr.


mbl.is Rukka fyrir innsláttarvillur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt fullt af vitleysingjum

Það er sérstak og um leið leiðinlegt hvað það er allt fullt af vitleysingjum sem fara með völdin í þessu landi.

Margir yfirmenn vinnustaða,í borgar og bæjarstjórnum,í hinum og þessum nefndum,í ráðuneytunum á þingi og víða.

Og það sérstaka við þetta lið að mikið eða flest af því er fólk sem maður myndi segja að væri á góðum aldri en er gjörsamlega forpokað og staðnað í hughsun og nýtímanum.

En þetta fólk er eins og risaeðlur í hugsum og staðnað,er á móti öllum framförum og breytingum, og aðhyllist boð,bönn,reglur og lög sem hefta allt og alla.

Flestar þjóðir geta haft áfengi í verslunum en samkvæmt þessum vitringum getur íslenska þjóðin það ekki.

Flestar þjóðir geta valið hvað þær borða en það getur íslenska þjóðin ekki nema að takmörkuðu leiti því þessir sjálfskipuðu vitlausu vitringar vilja ráða því fyrir þjóðina.


mbl.is Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á nú að fara í einhvern hræðsluáróður ?

Á að hefja einhvern hræðslu áróður núna til að hylma yfir og afsaka eitthvað brambolt með vopn og kaup á vopnum.

Voðalega minnir þetta mann á Amerísku aðferðina sem hefur tíðkast vestra í mörg ár......hræðsluáróður sem rekinn hefur verið þar til að sannfæra þjóðina um að hún sé í hættu og þess vegna verði að gera hlutina eins og þeir eru gerðir þar í dag.

Hver man ekki eftir Quantanamo og fl.sem Bandaríkjamenn hafa verið að dunda sér með undanfarin ár og áratugi og allt í skjóli hryðjuverka og hættu sem steðjar að þjóðinni?


mbl.is Hafa löngun og getu til voðaverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa milljarða af þjóðarbúinu

Það eru allir svo uppteknir í Forsætisráðuneytinu að það er ekki einu sinni hagt að finna tíma til bréfaskrifta hvað þá að sýna þá lágmarkskurteisi að svara Alþjóðafyrirtæki sem hyggur á milljarða fjárfestingu hér á lsndi.

Kannski ekki skrítið þar sem þetta virðist vera höfuðlaus her því Forsætosráherrann sjálfur er ansi oft í fríi og því ekki við.


mbl.is Gátu ekki komið á fundi við Apple
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki útlendingarnir heldur.

Þá er okkur kunnugt um það að WOW ber ekki ábyrgð á veðrinu. Það er nú mikill léttir og gott að vita. En það gera útlendingarnir ekki heldur og mér finnst nú að flugfélag geti nú verið liprara og komið á móts við fólk við svona aðstæður eins og voru og komu upp hér um helgina. Ekkert rafmmagn,allt ófært,ekkert netsamband og fl.í þeim dúr.Það er nú ekki eins og þetta sé að gerast daglega eða vikulega.


mbl.is „Wow ber ekki ábyrgð á veðri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðaskrípið " Skrýtilegt "

Verð nú að viðurkenna það að ég hef bara aldrei á ævi minni heyrt þetta orð notað fyrr og í raun aldrei heirt þetta orð fyrr en núna.

Fyrir utan það að þetta er mjög ljótt orð og má segja í raun hálfgert orðaskrípi.


mbl.is Vigdís vandar um við Hildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hví er þetta keypt?

Vil taka það fram að sem betur fer jafnaði blessað barnið sig eftir þetta áfall en eftir situr spurning hjá mér.

Afhverju er verið að kaupa tibúinn glassúr í plastbrúsum og það alveg rándýrt?

Er fólk í dag að drepast úr leti?

Flórsykur í skál,kakó og smá vatn og þessu er hræst saman og þú veist nákvæmlega hvað er í þessu.

Lítill brúsi af þessi kostar um 250 kr..........pakki með 500 gr af flórsykri kostar um 175 kr minnir mig,kalt vatn úr krananum er frítt og 2 msk af kakói sem er til á flest öllum heimilum.

Hversu latt og þreytt er fólk orðið í dag. Hvar endar þetta?


mbl.is Hætt komin vegna glassúrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ég heldur.

Afskaplega skil ég hana vel og er alveg sammála henni.

Ég gat slampast í gegnum fyrstu bókina og byrjaði á annari en gafst upp.

Þvílíkt rugl,þvæla og leiðindi svo ekki sé meira sagt og fara svo að eyða peningum og tíma í að horfa á þetta í bíósal.......nei takk!


mbl.is Eiginkonan vill ekki sjá Fimmtíu gráa skugga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband