29.5.2015 | 14:03
Það fór fyrir lítið þetta marg umrædda matvæla öryggi hér á landi
Matis og starfsfólk þess fór í verkfall og þar með taldir dýralæknar og hvað gerðist?
Jú það mátti slátra dýrum og fuglum og setja í frysti en ekki í vinnslu og búðir.
Og það fást ekki bökunarkartöflur í verlsunum því þær eru búnar hjá innlendum framleiðendum og innfluttar sitja í gámum á hafnabakkanum vegna þess að þær fást ekki tollafgreiddar og hvers vegna skildi það vera?
Jú af því dýralæknar hjá Matís eru í verkfalli og gefa ekki út heilbrigðisvottorð.
Hversu langt er hægt að gnaga í bullinu í þessu þjóðfélagi með laga og reglugerðafarganið.
Þetta er löngu farið að standa okkur fyrir þrifum og bullið heldur áfram því stöðugt bætist við þetta rugl.
Já það fór fyrir lítið þetta marg um rædda matvæla öryggi hér á landi.
![]() |
Endurskoða eftirlit með innfluttum mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2015 | 10:02
2007 enn og aftur
Og ekki finnst mér þessi íbúð þess virði að borga fyrir hana 95.000.000 kr.
700.000 fyrir hvern fermeter og það í blokk eða fjölbýli þar sem maður býr nánast með eða ofan í öðrum....nei takk ....fengi mér frekar einbýlishús fyrir peninginn.
Get real!
![]() |
Dýrasta íbúð landsins komin á sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2015 | 01:00
Vitlaus hegðun að gera allt vitlaust eða hvað?
Afskaplega sérstakt þessi siður svo ekki sé meira sagt ásamt mörgum öðrum siðum sem mannkynið hefur tekið upp og kallast gifting eða brúðkaup. Alltaf er látið skína í það eða gefið í skyn að þetta sé einhver endastöð af einmannaleika en upphafið að öllu nýju og fullkomnu.Að giftingin gefi viðkomandi pari 100% aðgang að fullkomnu lífi og dvöl í paradís eða því sem næst.En er það svo? Yfir 40% enda með skilnaði,ofbeldi er vel þekkt og rifrildi,nudd og nag þerkkist vel líka daglega í mörgum samböndum/hjónaböndum.
Er þetta virkilega svona mikill glamúr og fullkomið eins og alltaf er látið í veðri vaka þegar brúðkaup er annars vegar?
![]() |
Bónorðið sem er að gera allt vitlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |