Og hagfræðin lýgur ekki.

Ekki veit ég á hvaða lyfjum eða hvaða drykki Yngvi þessi hafði innbirt þegar hann gerði þessa útreikninga en þ.eir virðast hafa virkað vel og eitthvað vafist fyrir honum.Lækkun á vöruverði í íslandi er bara brandari og enginn nútíma maður í þessu þjóðfélagi trúir lengur á að svo verði eða geti orðið. Sjálfur versla ég inn fyrir mitt heimili og hef ég gert svo alla tíð og hefur það ekkert sem lítið breyst í gegnum árin.

Matarkarfan sem ég borgaði 11-12 þús kr fyrir í kringum 2008 kostar um 24-25 þúsund í dag....ekki hefur það lækkað í verði svo mikið er víst.

Bíll sem kostaði rétt tæpar 6 milljónir 2008 kostar rúml.8 milljónir í dag....ekki telst það lækkun eða hvað og ekki sýnir íbúðaverð eða áfengisog tóbaksverð að mikil lækkun hafi átt sér stað hér á landi undanfarin ár nema síður sé. Kannski það bara sannist hér og nú eins og fleigt hefur verið að hagfræðingur er fræðingur sem veit alltaf meira og meira um minna og minna?


mbl.is Matur sjaldan kostað jafn lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband