Og enn eykst bullið...núna frá LFK

Framkvæmdastjórn framsóknarkvenna LFK tjáir sig um framlagt fumvarp vegna áfengissölu hér á landi og vitnar meðal annars í lýðheilsusjónarmið sem hljóða svona    "Að vernda viðkvæma hópa fyrir skaðlegum áhrifum áfengis og annarra vímugjafa. Að fækka þeim sem þróa með sér skaðlegt neyslumynstur áfengis eða annarra vímugjafa. Að draga úr skaða og fjölda dauðsfalla vegna eigin neyslu eða annarra á áfengi eða öðrum vimugjöfum" tilvitnun líkur.

Og afhverju hefur þetta ekki verið gert fyrr ef það er hægt? Ekki hefur áfengi verið selt í verslunum hér á landi hingað til. Afhverju er ástandið í þjóðfélaginu þá svona eins og það er ef það er hægt að draga úr þessu. Afhverju hefur það þá ekki verið gert fyrr? Afhverju eru menn á útigangi hér á landi? Afhverju hefur því ekki verið eitt? Afhverju er Bugl til? Og SÁÁ ? Hvers vegna er ekki búið að gera þessar stofnanir óþarfar fyrr ef það er hægt? 

Eða er ekki hægt að taka á þessu nema áfengi verði EKKI leift í stórmörkuðum hér á landi?

Hvað er hægt að reyna lengi að bulla í fullorðnu fólki ? og hversu vitlaust getur fólk verið?

 


mbl.is Horft verði til lýðheilsusjónarmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

"Fram­kvæmda­stjórn LFK bend­ir á, í þessu sam­bandi, að alþjóðleg­um rann­sókn­um ber sam­an um að af­nám einka­sölu á áfengi leiði til auk­inn­ar neyzlu þess ..."

Hvaða alþjóðlegar rannsóknir? Hvernig væri ef LKF nefndu þessar meintu alþjóðlegu rannsóknir, þ.e. hvenær rannsóknirnar fóru fram og hverjir stóðu fyrir þeim. Ef þær geta það ekki, þá er staðhæfing þeirra að ofan innantóm þæla. Um leið og einhver nefnir orðið "rannsóknir", sér í lagi frasann "Rannsóknir sýna ..." án þess að geta heimilda, þá er það gefið að engar rannsóknir sýna neitt sem styðja viðkomandi málstað.

Sala á áfengi er á höndum einkaaðila í rjálsri samkeppni í allri Evrópu nema þremur af Norðurlöndunum. Og það er ekki eins og allir séu veltandi um allar götur alla daga blindfullir á meginlandi Evrópu af þeim ástæðum. Þvert á móti.

Og ég þori að veðja, að fjöldi forfallinna áfengissjúklinga á hverja 100.000 íbúa í Evrópurikjum sunnan 55°N séu ekkert fleiri en á Íslandi, Noregi og Svíþjóð, þar sem er ríkiseinokun.

En ef það er eitthvað sem Framsókn á sameiginlegt við vinstraliðinu, þá er það forræðishyggjan illræmda.Að mínu áliti á hver einstaklingur að taka ábyrgð á eigin lífi. Ef einhver verður áfengissjúklingur, þá verður hann það hvort sem áfengi er selt í einokunarverzlun ríkisins eða matvörubúðum á frjálsum markaði.

Ekki aðeins á að selja áfengi samhliða helgarsteikinni, það á líka að vera frjáls innflutningur á áfengi og afleggja á áfengisgjaldið þannig að smásöluverð mismunandi tegunda/vörumerkja endurspeglar framleiðslukostnað og gæði.

Aztec, 9.10.2014 kl. 03:01

2 Smámynd: Aztec

Það átti að standa: "... smásöluverð mismunandi tegunda/vörumerkja innbyrðis endurspegli framleiðslukostnað og gæði."

Aztec, 9.10.2014 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband