Mikið af gáfuðum ruglhausum

Það finns mikið af gáfuðum ruglhausum á alþingi og telst nú varla til frétta hér á landi. Að þessir vitleysingjar skuli telja sig hafa meira og betra vit en almenningur og þykist geta valið og hafnað fyrir okkur hin.

Reynið að drullast uppúr moldarförunum og koma ykkur inn í árið 2014 sem tilheyrir 21.öldinni.

Ef aðrar þjóðr geta haft áfengi í stórmörkuðum þá geta Íslendingar það líka.


mbl.is „Dóp, en löglegt, sem betur fer“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki bara geta útlendingar haft áfengi í stórmörkuðum, þeir geta haft gífurlegt úrval af því.

Kaninn hefur mest úrval, Japaninn minnst. (Mismunandi úrval samt eftir í hvaða keðju þú ferð.)

Ásgrímur Hartmannsson, 8.10.2014 kl. 22:53

2 identicon

Málið er það að samkvæmt þessu frumvarpi mega bara sumir selja áfengið en aðrir ekki. Þetta þýðir að það er í rauninni ekki verið að einkavæða áfengið, heldur er frekar verið að afhenda það útvöldum. Hvað samkeppni á að tryggja lágt verð og úrval ef að bara sumir mega selja en aðrir ekki? Það væri til dæmis ekki hægt að opna sérvörubúð bara spes fyrir áfengi samkvæmt þessu frumvarpi. 

Þetta frumvarp er afar ílla úthugsað. 

Málefnin (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband