Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Afhverju heyrist ekkert frá Vodafone sjálfum?

Hvers vegna birtir fyrirtækið ekki opinberlega eitthvað um þetta vegna viðskiptavina sinna?

Það virðist bara vera algjör þögn hjá þeim. Klúðrið er greinilega þeirra megin og mun örugglega hafa afleiðingar í för með sér en afhverju settu t.d. ekki tölvufræðingar hjá Vodafone upp sambærilega síðu og gert var svo viðskiptavinir þeirra gætu athugað hvort eitthvað um þá sjálfa hefði lekið út? Mér finnst þetta ótrúleg framkoma við viðskiptavinina þess ærandi þögn.


mbl.is Athugaðu hvort þín einkamál séu birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað var hægt að snúa þessu út og suður.

Maðurinn er einfaldlega að laga gleraugun sín það er að ýta þeim upp eftir að þau hafa sigið niður á nefið. Þetta kannast allir við sem eru með gleraugu en auðvitað hljómar það mikið meira spennandi og er mikið skemmtilegra hjá sumum að gera meira úr þessu og gefa í skyn að Páll sé að gefa Sigmari fingurinn.     Aumimgja fólkið segi ég bara.
mbl.is Páll gefur fingurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áframhaldandi metnaðarleysi íslenskra sjónvarpsstöðva.

AÐ það skuli virkilega ekki finnast neinn einnan veggja sjónvarpsstöðvanna sem hefur hugmyndaflug varðandi íslenska þætti eða dagskrárliði er með ólíkindum.

Hver þátturinn á fætur öðrum er étinn upp eftir bandarískum sjónvarpsstöðvum og skipt yfir í íslenskan raunveruleika og er það ekkert nema lágkúra að horfa á þett.

Matreiðsluþættir,þrekæfingarþættir,megrunarþættir,piparsveinn,söngvaþættir og þannig er hægt að telja áfram. Nýjasta dæmið í sjálfum ömurleikanum er svo íslensk útgáfa af "The biggest looser" sem er svo að byrja á einni sjónvarpstöðinni eftir áramótin.

Allir eiga þessir þættir það sameiginlegt að gera lítið úr fólki, það er að segja keppendum og  það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu margir eru tilbúnir að taka þátt í þessu.                                Skildi sjálfsálit stórs hluta þjóðarinnar ekki vera á háu plani eða hvað er þetta eiginlega. 


mbl.is Keppendur í Biggest Loser afhjúpaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almáttugur....hvernig er hún þá hjá hinum þjóðunum?

Ekki vildi ég slasast eða veikjast í hinum löndunum ef þetta er niðurstaðan. Hefur ekki undanfarið verið í fjölmiðlum umfjöllun umástandið í heilbrigðisþjónustunni hérna ........biðlistar lengjast,margra mánaða bið eftir eftir sumum læknum,tækin gömul,úreld og eða biluð eða þau hreinlega vantar.Hélt það gæti varla orðið verra en það er í dag hér á landi..............ekki vildi ég vera sjúklingur í hinum löndunum ef þetta er rétt niðursataða,það er örugglega eitthvað mikið að þeim megin ef svo er.
mbl.is Þriðja besta heilbrigðisþjónustan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað á að gera vegna RUV?

Jú það á að selja þessa stofnun. Það er og hefur alltaf verið pólitíski krumla yfir öllu þarna og þessi stofnun mun aldrei njóta sannmælis á meðan svo er.Og með óbreytt ástand þá nýtur þessi stofnun ekki mikils trausts hjá almenningi. Ríkið á ekki að vera í útvarps og sjónvarpsrekstri og um leið í samkeppni við einkafyrirtæki eins og t.d. á auglýsingamarkaði enda eru margir til í þessu þjóðfélagi sem geta rekið sjónvarps og útvarpsstöð. Á meðan það eru pólitísk afskipti og skildu eða nauðungar áskrift á þessu svona óbreyttu er það besta í stöðunni að selja þetta batterí. Það veerður kannski friður um þetta þá.


mbl.is Klaufalegar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RUV eyðilagt eins og flest annað.

Jæja þá var það RUV sem var næst á höggstokkinn. Það er búið að eyðileggja flest í þessu þjóðfélagi og fremur fátt eftir.Heilbrigðiskerfið er farið,RUV er farið,skólarnir á heljarþröm og þannig mætti áfram telja.

Og eins og venjulega hér á landi þá er það sama hver er við völd og hver ræður og stjórnar....það axlar enginn og ber enginn ábyrgð á einu eða neinu en mest eru svo ráðamenn þjóðarinnar hissa á því að þjóðin skuli ekki treysta þeim og bera virðingu fyrir þeim og Alþingi.


mbl.is Ekki komist hjá uppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði Georg Bush á sínum tíma?

Jú hann sagði það á sínum tíma í beinni útsendingu í sjónvarpi til bandarísku þjóðarinnar að ekkert væri heilagra en mannslífið...............og það var í sömu viku sem hann neytaði að náða þroskaheftan 19 ára pilt frá aftöku í Texas. Obama hefur nú náðað fleiri kalkúna en manneskjur svo eitthvað hefur nú heilagleikinn færst til eða goggunarröðin hefur breyst mikið í Bandaríkjunum þegar kalkúnar eru orðnir hærra settir en sjálfir þegnarnir. Já það er gott að vera kalkúnn í henni Ameríku....en sýnu verra að vera manneskja.
mbl.is Náðar fleiri kalkúna en fíkla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og löngu komin tími til.

Það er löngu kominn tími til að leggja þessa nefnd og lögin sem hún fer eftir niður hér á landi. Að sjálft rikið skuli vera með nefnd á sínum vegum árið 2013 ,nefnd sem skiptir sér af því hvað fólk vill skýra börnin sín og hvað fólk á almennt að heita hljómar eitthvað svo Stalíniskt eða álíka.
mbl.is Vilja leggja niður mannanafnanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í anda Hitlers,SS og gestpo.

Minnir mann óþægilega á þjóðernishreinsanir úr seinni heimstyrjöldinni.
mbl.is Leita uppi lesbíur og vændiskonur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf hallar á neytandann.

Það er svo mikið að í þessu þjóðfélagi sem þyrfti að taka á en enginn virðist hafa áhuga eða manndóm í sér að fara ofan í saumana á málunum hér og byrja að að taka á þessu. Það er hægt að fara með fólk og eigur þess eins og skít hérna og allt er að því virðist löglegt. Svo finnst mér það sjálfsögð kurteisi af félögum að upplýsa fólk ef þau standa illa peningalega séð. Var nú bara að lesa það í greininni sem tengist þessari frétt að Búmenn séu illa staddir peningalega séð en þetta félag upplýsir ekki félagsmenn sína um þetta en heldur bara áfram að rukka inn félagsgjöld eins og allt sé í lagi. Er þetta rétt og eðlileg framkoma?

En ég skora á einhvern góðan lögmann að gefa sig fram við konuna og dóttir hennar og láta reyna á rétt konunnar gegn Búmenn fyrir dómi. Þetta er ábyggilega svona hjá fleirum en henni einni.

Mér varð á að nefna Búseta í stað Búmanna í bloggi mínu og hef ég nú leiðrétt færsluna. Bið ég Búseta afsökunar á þessum mistökum mínum. Og ég vil einnig taka það skýrt fram að ég persónulega hef og er ekkert á móti þessum búsetufélögum, hvorki Búmönnum né Búseta en framkoman við konurnar vegna íbúðarinnar eða búseturéttar gömlu konunnar af hálfu Búmanna finnst mér háborin skömm og fyrir neðan allar hellur. Það mál þarf að skoða betur.


mbl.is 4 milljónir fyrir 4 mánaða leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband