Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
8.9.2013 | 21:23
Í Mjóafirði er forystuféð.........
Ég horfði á mestan hluta þáttarins í kvöld Ísfólkið með Ragnhildi Steinunni þar sem hún heimsækir yngsta þingmanninn okkar hana Jóhönnu Maríu að Látrum við Mjóafjörð..........mér fannst þetta að mörgu leiti skemmtilegur þáttur og unga konan mjög skýr og ákveðin í hvað hún vildi og stefndi að í framtíðinni.......góður þáttur að mörgu leiti en mér fannst það líka klaufalegt og vona að það hafi bara verið klaufalegt hjá ungu konunni þegar hún tók það fram að forystuféð væri grannari en annað fé.
Forystuféð er grennra en annað fé enda létt á skrokkinn og fæti og miklar "fjallafálur" eins og þær hafa verið kallaðar.
Mér finnst í lagi að gerð sé krafa til þingmanna og jú bara fullorðins fólks almennt að það noti og beygi orðin rétt...sérstaklega þegar komið er fram svona opinberlega í sjónvarpi.
Ragnhildur hefði átta að gera ungu konunni greiða og klippa þetta út úr þættinum þegar hún vann hann fyrir sýningu eða sá/sú sem það gerði fyrir sjónvarpið en ekki láta þetta fara svona frá sér í útsendingu.
7.9.2013 | 20:42
Hvort er réttara í fréttinni?
Að hvalirnir sæe um 50 70 eins og heimamenn segja eða að fleiri hundruð séu dauðir í fjörunni eins og hafdt er eftir fréttaritara mbl.?
Það er mikill munur þarna á.
Grindhvalavaða í höfninni í Rifi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2013 | 09:23
Frábært framtak.............
Óska eigendum sem og Vestfirðingum til hamingju og alls hins besta og velfarnaðar með þetta nýja fyrirtæki og plön....og vonandi gengur þetta allt eftir og betur en gekk með Mjólku sálugu.
Það vantar einmitt alla samkeppni á markaðinn í mjólkurvörum.
Mjólk og skyr úr vestfirskum kúm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2013 | 00:28
Ég græt hverja krónu..............
Já ég sé eftir og græt hverja krónu sem fór í þessa hít og spillingu í Sp.Kef og ekki síst sukkið sem var í kringum Sjóvá en þangað fóru líka nokkrir milljarðar úr ríkiskassanum.
Og Þeir sem fóru svona með þetta axla enga ábýrgð og ekki heldur þeir sem ákváðu að ríkissjóður skildi taka þetta á sig .................hér hafa allir menn sem bera titil eða embættisnafn ágætis laun vegna ábyrgðar sem þeir bera en hún er svo engin þegar eitthvað bjátar á eða kemur uppá.
Kröfur í bú SpKef 36 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2013 | 18:01
Ég verð aldrei aftur eins.......
Það er búið að eyðileggja líf mitt með þessum sora og ég bíð þess sennilega aldrei bætur að hafa horft á þetta.
Hvað er að?
Vantar svona tilfinnanlega eitthvað til að fjalla um í fjölmiðlum?
Er skortur á fréttum núna?
Það er skárra að hafa síðurnar auðar en að vera að fylla þær upp með þessum þvælum sem boðið er uppá.
Kynlífsmyndband þar sem sést fréttatími í sjónvarpi og lak á fleygiferð í spegli til hliðar og borgarfulltrúi fékk rauða,hnésíða 66° norður regnkápu í afmælisgjöf frá eiginmanninum .
Bjóðiði betur en þetta!!!
Sláandi kynlífsmyndband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2013 | 09:06
Ljótleiki á 18 milljónir............
Og svona er farið með peningana úr sameiginlegum sjóðum og sýnir manni glöggt að ekkert breytist,skiptir engu máli hverjir fara með völdin, hvort það er gamalt eða nýtt sem kemst að völdum eftir kosningar......ekki er hlustað á fólkið og enginn axlar ábyrgð....og vitleysan og sukkið heldur áfram.
Hefði nú ekki verið nær að nota t.d. þessar 18 milljónir sem fóru í þessa vitleysu til að hygla að leikskólum,skólum eða útigangsfólki....allavega þar sem þær hefðu komið að góðum notum.
Breytingar á Hofsvallagötu dýrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2013 | 22:22
Orðin elliær eða ?
Svíakonungur segir betra að búa á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2013 | 18:02
Löngu tímabært................
Það er löngu orðið tímabært að taka fyrir þennan bílastæðasjóð sem virðist vera settur af borgaryfirvöldum til höfuðs gesta borgarinnar.
Fólk er oft sektað af nauðsynjalausu og óréttlæti og samber svar starfsmanns bílastæðasjóðs þá var hann búinn ða sekta og skrá bílinn inní kefið og bíleigandi getur bara haft samband við sjóðinn.Þar mætir manni svo ekkert nema hrokinn og leiðindin og endar á því að flest allir bara borga sektina þó hún eigi ekki rétt á sér.
Maður hringir þangað og segir sína hlið málsins og það er bara hrokinn og útúrsnúningar sem mæta manni......þegar svo sagt er við viðkomandi starfmann sjóðsins"afhverju er verið að bjóða fólki uppá að hafa samband og ræða málin þegar tekið er svona í erindið þá eru svörin sem maður fær t.d. í þessa veru ..........nú erum við ekki að ræða saman.................dónaskapur og hroki.
Umboðsmaður gagnrýnir Bílastæðasjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2013 | 17:01
Skömm að þessu....
Leiðinda mál og ljótt frrá upphafi.................en að þetta sé "viðurkennd" norsk aðferð og kennd í lögregluskólanum eins og haft er eftir formanni lögreglumanna er nú eitthva ðsem þarf að ræða og endur sdkoða betur.
Að lögreglan skuli hafa leifi til að koma svona fram við samborgara sína á ekki að líðast.
Konan líka ákærð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2013 | 12:17
Ímyndunarfyllerí er þá til.........
Samkvæmt þessu þá sajúm við glögglega ða hið svokallaða ímyndunarfyllerí er til:)
Og bara gott mál.......betra fyrir heilsuna,líkamann,sálina og veskið:)
Fundu á sér án þess að drekka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |