Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014
25.12.2014 | 17:49
Síðan hvenær hét þetta Nornahraun?
Hver gaf þessu hrauni þetta nýja nafn og hvar fékk sá heimild til þess?
Er þetta ekki í Holuhrauni og má það ekki heita Holuhraun áfram?....Holuhraun hefur bara stækkað frá því sem það var.
Nornahraun orðið 81 ferkílómetri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2014 | 10:47
Óskipulag og bilun.
Get skilið að erlendir gestir þurfi á þessu að halda en að Íslendingar séu í þessum hóp er nú bara óskipulag og bilun.
Verslanir eru opnar hér orðið alla daga allan sólarhringinn svo fólk ætti ekki að þurfa neins og allra síst að fara í verslun á jóladag.
BSÍ breytist í kaupfélag borgarbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2014 | 21:24
Auðvitað þarf að skemma þetta með reglugerð.
Það er svo einkennilegt að flest allt sem má erlendis,hefur verið við líði í mörg ár erlendis og gefist vel er bannað hér á landi. Hér er einokun á flestum sviðum og reglugerðarfargan að kæfa og drepa allt og alla.Hvaða ár skildi það vera sem þetta land losnaði úr fjötrum einokunar og hafta?
Þjónusta Uber svínvirkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2014 | 01:21
Ekki nema von.
Stór frétt í öllu fréttaleysinu enda sú fyrsta sem verður ólett svo vitað sé.....við hin erum öll eingetin.
Blómstrandi kviður Katrínar vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2014 | 22:59
Bitnar á saklausum
Það er sérkennilegt að vera í svona verkefni korteri fyrir jól og köld framkoma gagnvart fólkinu. Þessi gjörningur bitnar á saklausum en ekki þeim sem skildi það er leigusalanum sjálfum. Fólkið er jafnframt búið a' borga leigu fyrir desember og hver ætlar að enduheimta þá greiðslu fyrir það til baka? Örugglega erkki slökkviliðið svo mikið er víst. Mér finnst að þetta hefði mátt bíða fram yfir áramót úr því sme komið er og jafnframt vara f+ólkjið við ða borga leigu um áramótin þar sem það yrði að finna sér annað húsnæði eftir þann tíma en það er ábyrgðarleysi að ætla bara að henda fólkinu út á götuna korteri fyrir jól og ætla svo bara að vera stikk frí. Ábyrgð slökkviliðsins er jú mikil en þeir verða þá líka að axla hana alla leið Þessir leigjendur hljóta að hafa einhvern rétt og þessi framkoma á þessum tíma er einfaldlega ekki rétt.
Íbúar fengu misvísandi skilaboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2014 | 15:47
Mun aldrei borga!
Enn eitt klúður stjórnmálamanna og við skulum sjá og bíða. Ég bloggaði um það fyrir all löngu síðan að við höfum verið að byggja upp ferðaþjónustuna í þessu landi undanfarin ár og nú fjölgar og fjölgar ferðamönnum eins og flugum á mykjuskán og þá ewr strax farið að tala um hættuna sem af þessu gæti stafað í framtíðinni ef þeir verða of margir. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því því við munum klúðra þessu eins og öðru. það er engin hætta á ða ferðamanna fjöldin muni vaxa þjóðinni upp fyrir höfuð og við getum þess vegna verið alveg róleg.Þessi passi er fyrsta skrefið í að klúðra málinu og það munu fleiri koma á eftir.
Ég mun sjálfur ALDREI kaupa þennan passa og ég mun ALDREI borga fyrir að skoða Gullfoss,Geysi,Þingvelli eða aðra staði í íslenskri náttúru...ALDREI!
Framsókn með miklar efasemdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2014 | 21:58
Ekki mitt lag.
Sérstakt þegar einstaklingar eða stofnanir taka sig til að ákveða hvað sé þett og hvað sé hitt þjóðarinnar. Nú hefur um nokkurra vikna skeið verið þáttur í sjónvarpinu þar sem valið er lag til keppni um óskalag þjóðarinnar og svo er kosið óskalag þjóðarinnar í lokið.
Ekki horfði ég á þessa þætti og kaus ekki eins og svo margir aðrir en telst ég þó til þjóðarinnar og ekki er þetta mitt lag sem kosið var,hefði persónulega ekki kosið það heldur svo ekki getur þetta þá verið lag þjóðarinnar ....í það minnsta ekki allrar þjóðarinna en þetta gæti vel verið lag lítils parts af þjóðinni og má segja það sama hér um árið þegar kosrið var um bæði blóm og fjall þjóðarinnar.....ekki kaus ég þá ent aldist samt til þjóðarinnar enda hef ég aldrei litið svo á að hvorki Herðubreið sé mitt fjall eða að sóleyin sem mitt blóm.
Þannig týnist tíminn er óskalagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2014 | 08:15
Dapurlegt fólk
Svona fólki sem tilheyrir dómstóli götunnar er í raun bara vorkunn og það er dapurlegt hvernig það oft hagar sér.
Við skulum láta manninn njóta vafans því hann er saklaus þar til sekt er sönnuð. og það verður gert fyrri dómstólum en ekki á götunni.
Skrifaði nauðgari á stjörnu Bills Cosbys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2014 | 23:22
Þurfa ekkert að vera stórir....
Það verður fróðlegt að sjá hvað þessi "smádindill" kemst langt með þetta, Steinunni finnsy auðvitað hart ef hún missir af þessu enda makar hún krókinn og fitnar eins og púkinn á fjósbitanum hérna forðum.
Smádindill hefur sama rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2014 | 10:07
Fumlaus handtaka að norskri ímynd
Ef þetta kallast fumlaus handtaka og eðlileg framkoma við borgarana já þá er íslenska lögreglan í djúpum skít og búin að drulla uppá bak.
Að bera því svo við að þetta sé að norskri fyrirmynd toppar svo alla vitlaysuna. Hvernig væri að koma almennilega fram við borgara að íslenskri fyrirmynd en ekki vera ða éta ósamann upp eftir öðrum þjóðum ef svona viðgengst þar.
Munum að við sklulum koma fram við fólk af virðingu og eins og við viljium að fólk komi fram við okkur...........á íslenskan hátt en ekki norskan.
Handtakan fyrir Hæstarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |