Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Atvinnuleysið minnkar eða hvað?

Og reglulega eru birtar tölur þessar vikurnar og mánuðina um að atvinnuleysið hér á landi farin ört minnkandi og að allt sé á bullandi uppleið. Er nema von að fólk sé hætt að lesa,hlusta og trúa? Atvinnuleysið hefur minnkað vegna þess að margir eru meðal annars dottnir út af atvinnuleysisskrá og eiga ekki lengur rétt á bótum vegna laga og reglugerða hér á landi.....sumt af þessu fólki fær nú aðstoð frá bæjaryfirvöldum í því sveitafélagi sem það býr og aðrir fá það ekki en þetta fólk er ekki á atvinnuleysisskrá svo þetta sýnir ekki réttar tölur þegar verið er að birta þær. Margt fólk fær hvorki atvinnuleysisbætur vegna þessara laga og reglugerða og ekki heldur aðstoð frá félagsþjónustu í sínu sveitafélagi og reglulega les þetta fólk í fjölmiðlum um að allt sé á bullandi uppleið hér á landi.

Þessu fólki er ætlað að lifa á loftinu einu saman því það fær enga aðstoð nema þá helst frá Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd en það borgar ekki af lánum eða reikninga með þeirri aðstoð.

Þetta er meðal annars einn angi af mörgum í hínu íslenska velferðarkerfi í dag sem við getrum verið svo stollt af......eða hvað?


mbl.is 92 sagt upp í hópuppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorum við ekki á uppleið eftir hrunið?

Var ekki farið að halda því fram að við værum á uppleið eftir hrunið? Var ekki haft eftir Steingrími J. og fleiri spekulöntum á síðasta ári að nú væri botninum náð og hér eftir væri allt á uppleið? Sýnist fólki allt vera á uppleið hérna? Stöðnun hvar sem er og virðist ekkert vera í gangi....vegna reglugerða tekur óratíma að fá heimildir til að gera smámuni hvað þá stór verkefni,vantraustið í þjóðfélaginu hefur ekkert minnkað og hér virðist lítið vera í gangi. Því er haldið fram að atvinnuleysið hafi minnkað og þeir trúa því sem það segja en við hin ekki þar sem fólk dettur af atvinnuleysisskrá eftir tiltekin tíma og það eitt og sér þýðir ekki að allt sé á blussandi uppleið hjá viðkomandi og hann sé komin í vinnu. Hann bara einfaldlega dettur af atvinnuleysis skránni. Fjölda uppsögn núna nýlega hjá RUV og Ístak,áfram haldandi niðurskurður hjá hinu opinbera í stórum stíl og þannig mætti áfram telja.

Heitir þetta sem sagt að botninum sé náð og allt sé á góðri uppleið í íslensku þjóðfélagi?


mbl.is Gagnrýnir fjöldauppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk er fífl og lærir aldrei neitt

Enn og aftur kemur "Lukasar" hundamál upp hér á landi enda eru þau orðin mörg síðan hið fyrsta var og hét og sýnir þetta okkur svo vel að sumir læra aldrei neitt.....dómstóll götunnar byrjar að dæma og taka af lífi hina og þessa einstaklinga sem Þeir telja sig og þykjast þekkja alveg út og suður inn að beini en í raun þekkja þeir viðkomandi ekkert,vita ekkert um hann,hafa aldrei rætt við viðkomandi hvað þá hitt hann/hana persónulega eða sent honum tölvupóst eða sms....aldrei en vita samt allt um hann. Og við þessa vitleysingja þíðir ekkert að rökræða því það er ekki hægt,þeir taka ekki tiltali eða sönsum enda læra þeir aldrei neitt.
mbl.is Rekin fyrir að vera dóttir föður síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert til að hæla sér af nei.

Það er leiðinlegt að landið og þjóðiun skuli komast í heimspressuna vegna þessa ömurlegu atburða og nöturlegt að þetta skuli hafa gerst hér á landi að lögreglan skjóti mann til bana.Það er líka vafasamur heiður að bera að vera fyrsti lögreglumaðurinn í sögu landsins sem myrðir mann með skotvopni. Ekki vildi ég bera þann titil svo mikið er víst.
mbl.is Skotárásin í Árbæ vekur víða athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef sama væri hér.........

Ef byggingar hér á landi hryndu vegna rigninga þá væru nú lítið eftir af byggingum í landinu myndi ég halda:)

Það er varla að þa ðhangi þurrt hér 3 daga í röð,hvað þá lengur.


mbl.is Byggingar hrynja vegna rigninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg ömurlegt að þetta skildi gerast.

Það er alveg ömurlegt að þessi atburður skildi gerast hér og ég væri ekki hissa að fólk bara almennt þyrfti á áfallahjálp að halda. Fólk sem ég hef heyrt í og rætt við er bara miður sín yfir þessu að lögreglan skildi beita skotvopni á manninn og fella hann.

Það er svo ömurlegt að þetta skuli nú vera komið í íslenskt þjóðfélag að það er eins og við höfum tapað einhverju stórkostlegu frá okkur,einhverju sem við áttum en er nú horfið fyrir fullt og allt.


mbl.is Sérsveitin aldrei gripið til vopna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Black monday!

Einn sá svartasti dagur á íslandi leit dagsins ljós 02.desember þegar íslenskur ríkisborgari féll fyrir skotvopni íslensku lögreglunnar. Þennan dag hef ég lengi vonað að ég myndi aldrei þurfa að upplifa og mér finnst orðið ömurlegt hvernig komið er fyrir okkur að svona skildi þurfa að fara. Aðstæður ætla ég ekki að dæma enda var ég ekki á staðnum og því ekki í aðstöðu til þess en mér finnst það líka ömurleg tilhugsun að lögreglna skuli vera orðin svo vopnuð að hún geti drepið borgarana. Sá sem skaut manninn í morgun verður víst að gera það upp við sig og lifa með því en hræsnin í okkar heimi er mikil því ef þessi óði maður sem verið var að eiga við og reyna að yfirbuga hefði drepið manneskju hefði hann verið flokkaður sem morðingi. En ef vopnaður lögreglumaður drepur borgara með skotvopni hvað kallast það ? Mér finnst líka ömurleg tilhugsun ef það eru til lög í landinu sem heimila svona lagað og væri fróðlegt að vita hvenær þeim lögum var komið á og af hverjum.
mbl.is Féll fyrir skotum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætt að byrja á einhverju........

Það er tími til kominn að fara að taka á þessu reglugerðarfargani sem hér er komið og stoppa við að koma fleirum á í bili. Þetta stendur orðið öllu fyrir þrifum hér,framförum,atvinnulífinu og framtaksemi einstaklinga svo eitthvað sé nefnt. Þegar svo er komið að reglur þurfi til að fara eftir reglum ætti það að segja manni hvernig komið er. Burt með þetta reglugerðar fargan og bákn sem allt skemmir og stoppar.
mbl.is Svokallað „catch 22“ komið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband