Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
29.6.2013 | 20:46
Og hvað skildi þetta hafa kostað?
Að taka stóran ísjaka frá Vatnajökli og flytja hann til NY og hafa til sýnis í safni þar sem breyta varð einu galleríinu í frystiklefa með tilheyrandi orkunotkun.....hvað skildi þetta kosta?
Hefði ekki verið nær að nota þessar milljónir í eitthvað þar sem þær kæmu sér vel?
Íslenskur ísjaki í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2013 | 11:53
Margir tilbúnir að láta gera.....
já það er sérkennilegt hversu margir eru tilbúnir að láta gera lítið úr sér opinberlega samborið hve margir gefa kost á sér í þessa svokölluðu ömurlegu veruleikaþætti.Þættir þessir eru víst eitt vinsælasta sjónvarpsefnið í dag og sýnir lágkúruna á lægsta plani í allri sinni mynd og eiga upprunqa sinn í US nema hvað.
Að gefa svo kost á sér sjálfviljugur í svona sýnir held ég andlega brotinn einstakling enda er stöðugt verið að etja fólki saman í allskonar keppnum í þessum þáttum,gera lítið úr því og kalla það hinum og þessum nöfnum (til að fegra þetta eru það kölluð hvatningarorð) Orðið "biggest looser" segir bara allt um þetta og hefur hingað til ekki þótt skemmtilegur titill til að bera að vera stærsti auminginn.Fólk hlýtur að geta snúið við blaðinu og breytt um lifsstíl án þess að láta gera lítið úr sér opinberlega og það í sjónvarpi.
Metþátttaka í Biggest Loser | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2013 | 16:40
Öfgar og örugglega lögbrot.
Fátt um svona mál og mörg önnur að segja nema hvað að mikil skelfing er manni farið að leiðast þessir öfgar í sambandi við flest eða allt í dag.
Þetta er orðið leiðinlegur heimur með fullt af leiðinlegu fólki (þess vegna er hann leiðinlegur)
Íslenskt hvalkjöt óvelkomið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2013 | 10:24
Það skortir ekki hugmyndaflugið í ísl.sjónvarp.
Alveg með eindæmum hversu gelt hugmyndaflug virðist vera hjá íslensku sjónvarpsstöðvunum.Fyrir utan það sem þær eiga sameiginlegt að það er ekki horfandi á þær þá virðist skorta allt hugmyndaflug,nýjung og metnað hjá þeim.Allt étið upp eftir hvor öðrum og margt eftir Amerísku sjónvarpi.Idol,Think you can dance,Biggest looser og fl.Ef ein stöðin kemur með spurningaþátt þá koma hinar í kjölfarið með sinn,.ef ein stöðin kemur með matreiðsluþátt þá fylgja hinar fljótlega á eftir.Þeta er leiðinlegt og myndi kallast lágmenning held ég ef skilgreina ætti þetta fyrirbæri.Reynið nú að sýna einhvern dug og koma með eitthvað sem aðrir hafa ekki þegar komið með.Íslensk sjónvarp á þó eitt sameiginlegt....... það er drep leiðinlegt eins og það leggur sig með sífeldar eftirhermur og endursýningar.
Inga Lind stýrir Biggest Loser | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2013 | 08:20
Og hvað næst?
Setja QR-kóða á legsteina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2013 | 19:32
Snowden föðurlandssvikari?.......en hvað er þá sá sem.......
Ef það kallast að vera föðurlandssvikari að upplýsa fólkið sitt (þjóðina sýna) og aðra um persónunjósnir hins opinbera hvað skildi það þá kallast þegar hið opinbera njósnar um saklausa borgara og safnar gögnum um þá? Þjóðarsvikarar? Hver er svo munurinn á þessu tvennu? Og hver er svo þá munurinn á að svíkja þjóðina sína og svíkja þjóðina sína? Það getur varla talist eðlilegt og heilbrigt hræsnin í stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvernig þau koma fram við sitt eigið fólk.
Leita allra leiða til að ná Snowden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2013 | 09:38
"dýr og vandræðaleg vitleysa"
Eitt af mörgu sem okkur mannfólkinu hefur tekist að koma á og skemma með vitleysu og öfgum eru brúðkaup......þetta höfum við að vísu gert líka með skýrnir,fermingar,afmæli og erfidrykkjur(andlat) enda eru þessir viðburðir í lífi einstaklinganna löngu dottnir yfir og út um hver tilgangurinn er með þeim heldur orðnir peningaplokk sem aðrir maka krókinn á......og gera það gott.
Og brúðhjón sem svo gera það opinbert að þau eru móðguð yfir hversu gjöfin er ódýr og eða léleg segir nú bara meira um þessi nýgiftu hjón en nokkur orð.Það er kannski komið á sérstak"limit"þegar gefnar eru gjafir um það hvað þær megi kosta?
Hvenær tíðkast það að minnast á það við gestina hversu mikið veislan kostaði pr.mann? Og hver bað um það að verða boðin í veisluna? Er ekki hægt sig án þess að láta svona og kosta öllu þessu til.......gengur ekki brúðkaupið(giftingin) útá það að vikomendur eru að játa og staðfesta ást sína en ekki hvernig veisla á að vera og hve mikið hún kostar eða er brúðkaupið verðlagt í dag eftir því hve mikið veislan kostar......því meiri kostnaður,því meiri og sterkari ást?????????
Það kannski verði komið næst og þætti vel við hæfi að þegar maður labbar út úr veislu hvort sem maður er í skýrn,fermingu,afmæli,jarðaför og erfidrykkja eða brúðkaupi að maður fá afhentan gíróseðil við útidyrnar?
Ódýr og vandræðaleg brúðkaupsgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2013 | 09:10
Njósna og kæra fyrir njósnir.......
Þau láta ekki á sér hæða stjórnvöld í US varðandi hræsnina........ljúga stöðugt að þjóðinni varðandi hryðjuverkaógn og halda fólkinu illa upplýstu og hræddu til að komast upp með lögleysuna sem þeir svo stunda víða....njósna um almenna borgara alveg vinstri hægri allt í skjóli þess að verið sé að vernda þá og kæra svo aðra fyrir njósnir sem upplýsa fólkið og segja því sannleikann.
Er til meiri tvískynnungur og hræsni?
Snowden ákærður fyrir njósnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2013 | 22:28
Þyrfti að taka til víða en í Brasilíu..........
Og skildi það allt vera hreinmt og fallegt ef farið væri að grafa upp hér á landi?
Er alveg viss um að svo er ekki.
Blöðin segja allt orðið stjórnlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2013 | 17:39
Hvenær skildi renna upp árið 2013 hjá stjórnvöldum?
Hvenær skildi nútímínn renna upp og árið 2013 ganga í garð hjá íslenskum stjórnvöldum og þessi svokallaða mannanafnanefnd og lög um mannanöfn verða lögð niður í þessu þjóðfélagi?
Það er alveg með eindæmum að lesa reglulega um þetta bull í fjölmiðlum.
Caritas samþykkt en Lady hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |