Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Alveg sammála samtökunum...dauðadómar færa ekkert...

Hefnigirni fólks getur verð hörð og mikil en morð réttlætir aldrei annað morð og að dæma þessa menn til dauða færir fjölskildu stúlkunar hana ekki til baka og mun sennilega ekki skila neinu eins og samtökin benda réttilega á.
mbl.is „Dauðadómur leysir engan vanda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir engu máli hvað er í tísku..............

það myndi akkurat ekki skipta neinu máli hvað er í tísku hjá fjölda fólks það færi í það bara ef það er í tísku.

Hvort það fer illa með líkaman,fætur eða annað er aukaatriði,hvort það klæðir viðkomandi skiptir engu máli....það er í tísku og þá fer það bara í það ........ ef einhverjum dytti í hug að klæðast sauðskinnsskóm  og héldi þvi fram að það væri í tísku þá myndi maður sjá fólk á þeim um allan bæ.


mbl.is Nike-brjálæði á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsið ykkur hvað hefur áunnist...........

Já hvað hefur áunnist í kjarabaráttu undanfarin ár og áratugi í einu dýrasta landi heims........í dag árið 2013 er krafan um 250 þús kr lágmarkslaun númer eitt..............já þú last rétt....heilar 250 þús kr.

Og hvað skildi vera eftir af þeim 250 þúsundunum þegar búið er að draga frá skatta,lífeyrissjóð,skilduáskrift af RUV og fl.?

Betra seint en aldrei segi ég bara en í raun ætti engin á Íslandi í dag að vera með minna en 300 þúsund kr útborgað í laun því sá sem hefði þau laun mun rétt skrimta og lítið geta leift sér umfram nauðsynjar ef sá hinn sami er að borga af íbúð og bíl.

Það vita allir hvað allt kostar hér á landi eins og t.d.sími,internet,sjónvarp,hiti,rafmagn,matur og fl.er til þarf að framfleita sér og sínum........það er varla að 300 þús myndu duga samt.


mbl.is Vill 250 þúsund kr. lágmarkslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgar og meiri öfgar......

Brenndi eintaki af kóraninum árið 2011 sem varð til þess að blóðug mótmæli urðu víða í Mið Austrurlöndum.............fólkið að drepa hvort annað útaf trúarriti(gamalli bók) sem skrifuð var að einhverjum ruglhaus fyrir mörgum öldum.................hefur engum dottið í huga að kíkja á hausinn á þessu liði og athuga hvað sé að gerast þarna fyrir innan?
mbl.is Hótaði að brenna Kóraninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján kominn í stríð?

Og hvernig fer sú orrusta fram?.......flugvallasinnar á móti þeim sem vilja völlin í burtu og Kristján í fremstu víglínu?
mbl.is Lokaorrustan um flugvöllinn hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt og hallærislegt...............

Ættu frekar að huga að því að leggja þetta hællærislega titlaávarp niður en að vera að leggja til að menn þurfi að vinna sér þetta inn.

Mér finnst alveg yfirmáta hallærislegt að hlusta á þetta sífellda háttvirtur og hæstvirtur úr ræðustól á þinginu.

Hættiði þessu bara...þetta er hallærislegt,þetta er leiðinlegt að hlusta á ,þetta hefur enga merkingu og það er hlegið að þessu.


mbl.is Hyggst ekki ávarpa samkvæmt venju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður ekkert fjárfest að viti fyrr en ......

Það verður ekkert fjárfest hér á landi svo neinu nemi fyrr en hlutirnir breytast og það sést hvergi að svo sé á döfinni.

Erlendir fjárfestar koma ekki inn vegna gjaldeyrishaftanna og innlendir fjárfestar veigra sér við og í raun nenna ekki að standa í þessu vegna reglugerða fargansins sem hér er á öllu...sem kostar mikinn pening,tíma,strögl og röfl  og heftir fólk í að komast af stað með lítil fyrirtæki.

Að finna,útvega og afla allra þessara pappírar,teikninga og gagna sem krafist  til að fá öll þessi leifi bara til þess eins að stofna lítið fyrirtæki er ekki fyrir neinn normal mann að standa í hér á landi vegna reglugerða og laga fargans.


mbl.is Auknar fjárfestingar í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég treysti okkur alveg til að ......

Ég treyst okkur alveg til þess að klúðra þessu eins og svo mörgu öðru....ef ekki ferðaþjónustaðilarnir sjálfir þá hið opinbera og sérstaklega hið opinbera með allar sínar lög,reglugerðir,hömlur og gjaldtökur.

Allt er of dýrt hér nú þegar og þetta verður það líka....ferðamenn hætta að koma hingað  eða draga mikið úr því og við náum ekki þessari aukningu sem stefnt er að.

Hvað skildiu margir ferðamenn t.sd. hafa heimsótt stórmarkaðina sl.sumar til að smyrja sér nesti áður en lagt er af stað í hann? Þeir voru margir allavega sem ég hitti.Og hvað skildi margir hafa farið í ÁTVR til ða kaupa sér vín með martnum og eða bjór...margir en færri sam vegna verðlagsins.

Gríðarlegt tekjutap fyrir matsölustaðina vegna þess hversu dýrt er að borða úti á Íslandi í dag t.d.og margir ferðamenn borðpa ekki úti þegar þeir eru hér á landi vegna verðlagsins.

Við erum einfaldlega of dýrt landi fyrir margar þjóðir og erlendir ferðamenn eru oft á tíðum í sjokki eftir að hafa verið hér í heimsókn.


mbl.is Náttúrukort besti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörónýtt heilbrigðiskerfi...

Síðasta ríkisstjórn felldi íslenska heilbrigðiskerfið endanlega og núverandi stjórn virðist ætla ð halda því þannig með aðgerðarleysi sínu....hver vika og hver mánuður skiptir máli þegar einhverju er að blæða út en kannski er bara verið að hinkra eftir að sjúklingum fari að fækka í stórum stíl og koma þeim undir græna torfu og þá þarf minna fé í þetta kerfi okkar til að reisa það við og halda því gangandi eftir hrunið á því.
mbl.is Lækka frekar skatta en bæta heilbrigðiskerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska kerfið þungt,flókið,erfitt og þar fram eftir götunum en .......

Það er svolítið sértakt finnst mér að undanfarið hefur heyrst meira í þingmönnum,formönnum félaga,fólki sem er að vinna heima hjá sér og mörgum öðrum um þungt kerfi hér á landi.AÐ kerfið hér stoppi mikið af,sé of strangt,erfitt og dýrt og komi í veg fyrir að hægt sé að gera ýmislegt sem aðrar þjóðir eru að gera og hafa gert lengi.

Jú í mörg ár hefur maður heyrt þetta frá almenningi hér á landi hversu strembið og þungkt kerfið er og skemmi svo mikið fyrir en hvað????? Og nú eru sumir þingmenn og ráðherrar  farnir að tala um þetta.

Hver bjó og býr til þetta kerfi okkar...ekki er það almenningur svo mikið er víst ....er þetta erfiða og leiðinlega reglugerðar fargan hér á landi í kerfinu ekki búið til að að mestu leiti af þingmönnum og ráðherrum? Kemur þetta ekki mest frá alþingi sem og frá ráðuneytunum og opinberu stofnununum sjálfum?

Ekki verður þetta bara til svona uppá grín í einhverju herberginu eða hvað?

Einhverjir hljóta að búa þetta til og fá þetta samþykkt eða er ekki svo?

Það er löngu kominn tími á það að fara minnka þetta reglugerðar fargan um allt og alla hér á landi og fara að leifa fólkinu að njóta sín og framleiða það sem það getur heima og annað sem þa ðer og hefur verið að gera.

Við komumst af með þessar ströngu,stífi og leiðinlegu reglur áður og við komumst af með þær núna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband