Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Já það er víst allt list í dag.

Það er hægt að kalla allt list í dag eins og þennan fáránlega gjörning og sérstakt að fólk var þarna með börn með sér en það gerir svo sem ekkert til því ef allt hefði farið á versta veg og "listamaðurinn" brunnið eða sprungið þá hefði liðið bara fengið áfallahjálp enda hún í tísku í dag og krakkarnir aldrei orðið söm á ný.


mbl.is Dean storkaði örlögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan getur víða sparað mikið.

Það þýðir ekkert að vera alltaf að barma sér og heimta meiri pening þegar hann er ekki til.

Leiðtogar kirkjunnar hljóta að hafa tekið eftir og fylgst með læknadeilunni,niðurskurði allsstaðar og ekki síst í mennta og heilbrigðismálum.

Hvernig vcæri að kirkjan færi nú að taka til innan sinna eigin raða og spara þar sem hægt er að spara?

Hvernig væru nú t.d. að sameina söfnuði þar sem litlir söfnuðir eru innan um stóra söfnuði?

Hvernig væri nú t.d. að leggja af allar þessar óþarfa kirkjur sem eru um allt land og skipta hundruðum?

Þessum kirkjum þarf að halda við,mála þær að utan og innan með reglulegu millibili,þær eru lýstar upp í skammdeginu að utanverðu og það þarf að kynda þær og margar ef þessum kirkjum eru á svokölluðum köldum svæðum og því eingöngu kynntar upp með rafmagni sem er rándýrt.

Getur ekki kirkjan sparað hundruð milljóna þarna?

Sjálfum er mér mjög vel kunnugt um 20 kirkjur sme eru lítið sem ekkert notaðar eftir sameiningu sveitafélaga á svæðunum og er ein kirkja á viðkomandi stöðum aðalega notuð í dag en það er kirkjan sem stendur í þéttbýlis kjarnanaum í viðkomandi sveitafélagi en allar hinar kirkjurnar eru helst notaðar fyrir eina messu á ári eða svo en það er um jól eða páska. Ekkert annað fer fram í þeim nema þá helst ein og ein jarðaför en skýrnir,fermingar og brúðkaup eru að mestu lögð af vegna fólksfækkunar á svæðunum og ef slíkt er þá fer það orðið fram í kirkjunni sem er aðalkirkjan í dag og er í þérrbýliskjarnanum á svæðinu.

Flestum er því nú orðið ætlað að sækja kirkju í þéttbýlið í viðkomandi sveitafélagi þó um langan veg sé stundum að fara en þetta er orðið svona víða og á meðanm standa margar af litlu sveitakirkjunum ónotaðar að mestu allt árið um kring og ekkert nema kostnaður fylgir þeim fyrir viðkomandi sóknir.

Sveitafélög eru sameinuð,lögregluembætti eru sameinuð,saýsalumannsembætti eru sameinuð fyrirtæki eru sameinuð og afhverju þá ekki sóknir og kirkjur líka?

Selja þessar ónotuðu kirkkjur eða leigja þær undor árstíðabundan markaði t.d.,söfn eða setur í viðkomandi sveit eða lítil kaffi og eða veitingahús og nota þessi hús eitthvað,þau eru til,þau eru þarna og þau eru svo má segja ónotuð.

Kirkja er bara hús sem er byggt af manninum eins og öll önnur hús....hún var bara byggð með sérstaka notkun í huga eins og t.d. Alþingi,Hæstiréttur,bókasöfn,Háskólar og fleiri byggingar en allt eru þetta mannanna verk og ekkert heilagra eða merkilegar en hvað annað og kirkjan sem hús stendur ekkert lengur en önnur hús sem mennirnir hafa byggt.

Sameinið sóknirnar,sparið hundruð milljóna og notum húsin sem nú eru kirkjur til góðs fyrir fólkið og sveitafélögin.


mbl.is Úrsögn bitnar á barnastarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gátu tekið á þessu í Króatíu

Sérstakt að ráðamenn í Kroatíu gátu tekið á þessum málum og komið í veg fyrir að þessi okurlána fyrirtæki stöfuðu þar í landi en íslenskir ráðamenn geta það ekki?

Er það kannski vegna þess að þeir tengjast þeim á einhvern hátt eða er það vegna þess að þeir treysta sér ekki til þess?


mbl.is Engin smálán lengur í Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki nóg af þessu í fréttum?

Finnst f+ólki ekki nóg um sprengingar,morð.aftökur og fleira í svipuðum dúr í fréttum svona dags daglega svo maður fari nú ekki að horfa á þetta "life" niður á Skúlagötu eða hvar sem þessi gjörningur á að fara fram?


mbl.is Lífshættulegum gjörningi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband