Bankanum kemur það EKKI við......

Þegar ég opna reikning í banka er það minn reikningur og þegar ég legg inná minn reikning í bankanum eru það mínir peningar sem eru lagðir inn. Hvað ég geri við mína peninga og hversu mikið ég ætla að taka út af mínum reinkingi og af mínum peningum kemur bankanum bara ekki nokkurn skapaðan hlut við og hann verður og yrði adrei spurður álits á því.

Þetta er minn reikningur og mínir peningar,bankinn er bara geymsla fyrir peningana mína og honum kemur ekki við hvað ég geri við mínar eigur.


mbl.is „Til hvers þarftu peningana?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Sammála - Til hvers þurfa bankastjórar háa bónúsar og há lán?

Kristján H. Kristjánsson, 25.1.2014 kl. 16:31

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samkvæmt lögum  um peningaþvætti og hryðjuverk þá þarftu að úskýra úttektir, upphæðir og sanna á þér deili.

nánar um málið    hér 

Þú vilt semsagt afnema lög um hryðjuverk og peningaþvætt?

Finnst þér það ekkert varhugavert?

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2014 kl. 19:21

3 Smámynd: Starbuck

Þú Sleggja/Hvellur ert sem sagt fylgjandi því að eitthvert yfirvald sé með nefið ofan í því hvað þú gerir við peningana þína og geti neitað þér um að nálgast þá ef þú ekki gefur skýringar sem eru því þóknanlegar?

Starbuck, 25.1.2014 kl. 20:19

4 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Það er rétt að viðskiptamaður á að sanna á sér deili skv. lögunum, en ekki að hann þarf að útskýra úttektir upphæðar. - Hver á peningana?

Kristján H. Kristjánsson, 25.1.2014 kl. 20:21

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þið viljið breyta lögunum þá verðið þið að sannfæra Alþingi að leggja fram fumvarp til þess að afnema lög um peningaþvætti og hryðjuverk

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2014 kl. 00:38

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Að taka út pening hefur ekkert með þessi þvottalög eða hryðjuverk að gera . Farið í saumana á ensku bankalögunum.

Eyjólfur Jónsson, 27.1.2014 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband