Að byggja upp og rífa niður.

Það tekur langan tíma að byggja upp eins og t.d. ferðaþjónustuna og annað er lítur að ferðamönnum en það er enga stund að rífa margra ára vinnu niður svo hún verði aldrei söm á ný og það er það sem er verið að gera hér á landi núna.....allt í einu er ekki hægt að gera neitt og ekki lengur hægt að skoða neitt í íslenskri náttúru nema borga fyrir það. Landeigendur og fleiri aðilar sem koma við sögu fengu skyndilega allir dollaramerki í augun og nú skal láta ferðamanninn borga og verða ríkur.Afsökunin er sú að mikill átroðningur sé orðin á sum svæðin og það þurfi að laga til,efla þjónustuna þar og hafa starfsmenn. Hitt er svo annað mál að ég held að menn hafi sé gróða von þarna. Ísland er dýrt land og útlendingar kvarta yfir því. Íslenska ríkið bara terkur en gefur ekkert til baka eins glögg dæmi sýna í gegnum tíðina. VSk er með því jæsta í heimi hér á landi,allagning á matvæli.áfengi og fl.er með því hæsta sem þekkist og svo mætti lengi telja og nú bætist þetta við. Tökum bara dæmi um ferðamann sem vill skoða þessa helstu staði sem flestir fara á og það kostar 600 kr inná þá alla að meðaltali.Gullfoss,Geysir,Þingvellir,Kerið,Seljalandsfoss,Þórsmörk,Skógar,Skógafoss. Þetta eru 8 staðir og mun kosta ferðamanninn 4.800 kr að skoða þessa náttúrustaði ofan á allt annað sem hann þarf ða borga hér á landi. Með þessu erum við að rífa niðu margra ára uppbyggingu á stuttum tíma. Vitiði til.
mbl.is Lögbannsmáli skotið til dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband