Þú mátt ekki....

Þú mátt ekki hafa sjálfstæða skoðun ef hún samræmist ekki skoðunum aumra hópa eða einstaklinga.

Þú mátt ekki mynda þér þitt eigið álit á ýmsum málefnum ef það samræmist ekki áliti ýmissa hópa eða einstaklinga.

Þú mátt ekki segja,skrifa,prenta eða tjá þig á nokkurn hátt um ýmis málefni ef það er á skjön við tjáningu ýmissa hópa eða einstaklinga.

Og helst af öllu máttu ekki einu sinni hugsa ef það er ekki eins og ákveðnir hópar eða einstaklingar vilja að þú hugsir.

Því ef þú gerir þetta ertu fordómafullur,rasisti,óalandi og óferjandi með öllu.

Hver var svo að segja að þú byggir í frjálsu landi?


mbl.is Má ekki drepa sendiboðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Enginn bannar manninum að lýsa skoðun sinni. En lýsi skoðunin fordómum má vissulega álykta að handhafinn sé fordómafullur.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.1.2015 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband