Hvert stefnum við?

Það er alveg með ólíkindum að fylgjast með 0llu þessu klúðri við það að koma fötluðu fólki frá A-B.

Og þetta ástand er búið að vera viðvarandi svo vikum saman og virðist ekkert vera að lagast nema síður sé.

Er okkur nútímamanninum með alla þessa þekkingu,tölvur,gps tæki,síma og bara alla þessa tækni algjö0rlega fyrirmunað vegna reglna og laga að koma fáeinum fötluðum einstaklingum þangað sem þeir þurfa að komast?

Erum við hætt að hlusta og fylgjast með og ætlum bara tækninni og kerfinu að sjá um þetta?

Það er eitthvað mikið að í þessu nútíma samfélagi að það skuli ekki takast að þjónusta þetta blessaða fatlaða fólk skammlaust og koma því á milli staða.

Mér persónulega finnst að borgin(Velferðasvið) og Strætó eigi aað bæta blessaðri stúlkunni þetta klúður og þessa meðferð.

Peningar í sjálfu sér bæta ekki áfallið eða skaðann en að gera eitthvað fyrir hana. Ekki veit ég neitt um þroska þessa einstaklings en dettur t.d. í hug á hún fái frían akstur út árið. Frítt í tómstundir ef hún stundar einhverjar,bjóða henni og foreldrum í Disney world ef hún nýtur þess eða eitthvað álíka en allaveg á að bæta henni þetta.

Og reynum svo að koma þessum fötluðu einstaklingum skammlaus á milli staða.Það getur varla verið okkur ofviða eða hvað?


mbl.is Stúlkan sem sat ein í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband