Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Hvað lá á ?

Hvað lá á að draga umsóknina til baka? Var sambandið sjálft að reka á eftir okkur?

Var ekki hægt úr því sem komið var að láta þetta liggja bara kyrrt inni þar til seinna ef önnur ríkisstjórn vildi vekja upp umræðuna og halda áfram með umsóknar ferlið?

Var þetta eitthvað sem hélt vöku fyrir núvernadi stjórnvöldum?

Það var lögð inn umsókn um aðild í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og samningaferlið hófst en svo setti núverandi ríkisstjórn samningaferlið á salt eða í bið.Mátti málið ekki bara standa þannig áfram?


mbl.is Töldu tillöguna heldur ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eintómir brjálæðingar við völd.

Það er sérstakt þegar maður veltir því fyrir sér að það skuli alltaf veljast brjálæðingar til valda. Að fólið skuli kjósa þetta og að fólkið skuli fylgja þessu. Svo fer allt í bál og brand sem bitnar allt á hinum almenna borgara en þessi brjálæðingar sem fara með völdin og hafa það best eru alltaf öruggir og stykk frí enda axla þeir aldrei neina ábyrgð á neinu þegar upp er staðið.

Skildum við vera heimsk?


mbl.is Var tilbúinn að brúka kjarnorkuvopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En afhverju býr hún ekki sjálf á Íslandi?

Sérstakt að hvetja til byltingar hér á landi en búa sjálf erlendis. MInnir mann meira svona á að vilja bæði fá og taka.Björk ætti að flytja hingað og búa hérna áður en hún fer af stað með svona yfirlýsingar í erlendum fjölmiðlum.Hún býr ekki við það ástand sem hér ríkir.

Vinstri stjórnin sem sat síðast hreinsaði ekkert upp,hún einblyndi á að koma sem mestu yfir á almenning til að borga.Fólkið sem missti vinnuna,var að missa húsnæðið sitt og bílana ásamt hafði misst spariféð sitt átti að borga hrunið og það átti að borga meira. Skattar voru hækkaðir og leitað að nýjum sköttum,Icesafe átti svo að troða ofan í kokið á þjóðinni með samningum en forsetinn bjargaði því.

Núverandi ríkisstjórn hyglir svo bara að þeim sem eiga nóg og hafa átt nóg það er Sjálfstæðisflokkurinn og Franmsóknarflokkur(þau mestu öfugmæli sem til eru í íslenskri tungu en það er annað mál) hyglir að sínum eins og mörg fyrrum dæmi sanna en hugsunin hjá flokknum er svo aldir aftur í tímann og virðist seint ætlað að skilja að það er komið árið 2015 en ekki 1815.

Fjórflokkurinn er liðinn undir lok hér á landi,það er bara spurning hvernær þeir skilja það. Fólk vill kjósa fólk en ekki flokka.


mbl.is Björk vill aðra búsáhaldabyltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Kári sjálfur betur settur saman?

Það er góð spurning en hann virðist allavega hafa orðið útundan þegar vedrið var ða dreifa kurteisi og tillitsemi.

Er sammála Vilhjálmi,svona ummæli dæma sig sjálf og segja meira um Kara sjálfan en nokkurn tíman Vilhjálm.


mbl.is „Ummælin dæma hann frekar en mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessa verður minnst í næstu kosningum og um ókomin ár.

Dagur B.Eggertsson og Hjálmar Sveinsson gefa eina fallegustu og bestu l´+oiðina sem enn er laus í reykjavík undir mosku,bygging sem kemur til með að blasa við öllum sem koma niður Ártúnsbrekkuna í átt að höfuðborginni.

Þarna hefði átt að vera fallegt útisvæði eða einhver falleg bygging fyrir almenning en ekki sérhæfð bygging fyrir trúarhóp.

Það hlýtur að vera til lóð sem hentar undir mosku á Reykjavíkursvæðinu þó henni(moskunni) sé ekki nærri klínt í andlitið á fólki sem kemur til borgarinnar.

En við minnumst þessa í næstu kosningum og um ókomin ár hver hlutur Dags og Hjálmars er og var í sambandi við þessa moskubyggingu.

Það átti nefnilega að færa völdin til fólksins en ekki frá þvi og það átti að hlusta á fólkið samkvæmt yfirlýsingum í síðustu kosningum........vita þessir menn hvað það þýðir almennt að hlusta á aðra?


mbl.is Svona verður moskan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandarískar teprur.

Já allt talið um frelsið og besta ríkið í heimi....ritskoðun,njósnir og eftirfylgni með öllum "from hell" eins og sagt er á góðri íslensku.

Kvikmyndir,fræðslumyndir og annað efni marg klippt og bannað og í spjallþáttum er stöðugt "píp" inní viðtölin og frásagnirnar þar sem alltaf er verið að segja eitthvað sem ekki má.

Og kaninn sem er einn stærsti klámmyndaframleiðandi í heimi þolir ekki mynd af naktri konu enda fátt eins ljótt og okkar eigin líkami sem okkur ber að skammast okkar fyrir og fela eins og hæt er.

Tökum bara upp kufla og búrkur fyrir alla og þá þarf enginn að skammast sín og eða roðna.


mbl.is Er þessi mynd of dónaleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það bjóst heldur enginn við því.

Það er alveg sama hvað gert er,farið á svig við lög,lög brotin eða annað sem brotið er af sér í starfi þá segir enginn opinber starfsmaður sjálfviljugur af sér enda siðblindan mikil í hinum opinbera geira.

Það bjóst heldur enginn við því að núverandi lögreglustjóiri segði af sér nema hún yrði neidd til þess en innanríkisráðherrann sjálfur styður hana svo þar höfum við það.

En varðandi traust á svona gjörninga og þá á sjálft embættið það virðist ekki skipta neinu máli þó þsð sé ekki til staðar.

Hún situr áfram fyrir það!


mbl.is Ekki hvarflað að mér að segja af mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt reglugerðar ruglið.

Það þarf enginn að vera hissa á því að ísland sé dýrt land þegar vinnbrögðin eru svona.Sífellt verið að bæta við reglugerðar bullið og lagaþvæluna sem virðist hafa þann eina tilgang að bæta við eitthvað sem engin þörf er á.Hvað á bílstjóri til 25 ára kannski að læra á námskeiði? Þetta kostar vinnutap,námskeiðin er rándýr og þetta fer allt út í verðlagið. Flutningar hækka í verði,laun hækka og viðskiptavinurinn borgar brúsann.Þeir sem standa að svona rugli eiga ða axla einhverja ábyrgð en ver ekki alltaf stikk frí og ábyrgðarlausir.

Það ætti frekar að senda þingmenn og marga sem starfa í ráðuneytunum á námskeið á 5 ára fresti...það veitir ekki af og er í raun þarfara en þetta.


mbl.is Bílstjórar skikkaðir á skólabekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikin og prettirnir eru víða

Það var ljótt að sjá þetta í Kastljósi kvöldsins en það er líka alltaf verið að svíkja og pretta fólk.

Hvað skildi snyrtivöru iðnaðurinn raka inn mörg hundruð milljörðum á á hverju? Og hvað skildi svo öll þessi krem og drullur sem konur eru hvattar til að setja í andlitið á sér gera mikið gagn?

Eða öll yngigngar og hrukku kremin? Hverju skila þau?

Nú eða öll fæðubótar efnin og vítamínin sem eru allt í einu svo bráðnauðsynleg?

Þessi iðnaður skilar ekki minna en snyrtivörurnar og flest af þessu er óþarfi og skilar ekki neinu.

Þetta er allt svik og prettir sem skila mörg hundruð milljörðum á ári og það er margt annað' en bara þetta sem talið var upp.


mbl.is „Ég þarf að fá mér svona pendúl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð auglýsing.

Kastljós gat nú ekki fengið betri auglýsingu en þessa varðanid sölustarfsemina og þáttinn.

Að fara fram á þetta lögbann og birta það sem frétt í fjölmiðlum áður en þátturinn fer í loftið er gulls ígildi fyrir þáttinn og spái ég að það verði metáhorf í kvöld eftir þetta nái lögbannið ekki fram að ganga.

Besta auglýsing sme hægt var að hugsa sér og fá


mbl.is Vill lögbann á umfjöllun Kastljóss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband