Gott og þarft framtak hjá kartöflubændum.

Þetta er gott og þarft framtak hjá þeim í Þykkvabænum en landsmenn ættu kannski líka að velta því fyrir sér hvert verðið er á kartöflunum hér á landi. Almennt er verðlag hér hátt og við með dýrari löndum í heimi enda auðvelt að halda því þannig þar sem Ísland er eyja í miðju Atlantshafi og þá er hægt að koma í veg fyrir almenn og skynsama samkeppni. En hvernig skildi standa á því eins og kartöflur eru nauðsynlegar og mikið notaðar hér á landi með mat,sem snakk,í salöt og fl.að verðið á þeim er eins og það er. Bóndinn þarf sitt til að hafa í sig og á og skiptir þá engu hvert hann er að selja kjöt,mjólk eða grænmeti. Verð á mjólkuvörum er hátt hér á landi og bóndinn fær hátt í 100 kr fyrir mjólkur líterinn,kjöt er líka dýret á Íslandi og þá sérstaklega nauta og kindakjöt og ekki á færi allra að kaupa það. Verð á grænmeti er oft á tíðum frekar hátt enda þarf grænmetisbóndinn sitt líka en hvað með kartöfubóndann? ERu kartöflur ekki grænmeti? Afhverju sitja þær á hakanum og bóndinn sem ræktar þær. Kartöfæubóndinn þarf hús undir uppskeruna,hann þarf útsæði,áburð,vélar,tæki,tól og fl.til að geta sett niður,tekið upp og almennt séð um að uppskeran skili sér í hús og svo á markað til neytenda.Það þarf að þvo,flokka og þurrka kartöflurnar og það þarf að geyma þær. Það kostar a ðrækta,vinnaog geyma kartöflurnar og þa ðkostar mikið miðað við verðlag í dag á öllu eins og útsæði,áburði,olíu og fl er etil þarf. Enginn setur útá það að kílóverð á tómötum sé yfir 500 kr,enginn setur útá það að kílóverð á paprikum sé hátt í 400 kr,kílóverð á sveppum sé yfir 1000 kr og agúrkurnar skuli kosta á fjórða hundrað krónur kílóið eða verðið á grænmetinu hér almennt eins og hvítkál,blómkál,kínakál ,gulrófum,gulrótum og fl. tegundum.         En hvers vegna er kílóverðið á kartöflum innan við 200 kr? Hvers vegna er kartöflubóndinn að fá um eða innan við 150 kr fyrir kílóið af sinni framleiðslu? Er nú ekki eitthvað athugunarvert við þetta?

Ég vil taka fram að ég er ekki ræktandi af kartöflum og hef engra hagsrmuna að gæta varðandi kaup,sölu eða ræktun á kartöflum hér á landi né annarsstaðar en ég er neytandi og kaupandi eins og hver annar og mér finnst þetta einfaldlega óréttlátt og illa farið með fámenna stétt bænda í landinu að halda þeim niðri með svo lágum greiðslum fyrir uppskeruna sína að það borgi sig varla að standa í þessu og að nýliðun í greininni sé hverfandi.


mbl.is Uppruni kartafla frá Þykkvabæjar verður öllum ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bíddu... eru Þykkvabæjarkartöflur eftir allt saman ekkert endilega komnar úr Þykkvabænum? Jahérna, það eru ekkert annað en vörusvik.

Ég ætla að halda mig við Hornafjarðarkartöflurnar. Landsins bestu.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2014 kl. 22:05

2 Smámynd: Júlíus Már Baldursson

Kartöflur merktar Þykkvabæjarkartöflum eru úr Þykkvabænum

Júlíus Már Baldursson, 18.1.2014 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband