Þriðjungur drengja les sér ekki til gagns.....og afhverju ekki?

Eins og fram kom í þessari PISA könnun sem mikið hefur verið rætt um undanfarna mánuði sem gerð var á vegum OECD rílkjanna er þríðjungur íslenskra drengja illa læs og eða les sér ekki til gagns.

Og þessa dagana er maður að lesa í fjölmiðlum um launakröfu kennara en hún ku ver um 200 þús kr á mánuði þegar aðrir eru að fá 2,8 % hækkun. Í fyrri kjarabaráttum kennara var einmitt minnst á að þetta starf væri illa launað og að góð kennsla fengist ekki nema launin vætu boðleg. Það á sem sagt að kenna ef launin eru góð en annars ekki en vera samt kennari á lágum launum í skólunum og hvað....gera ekki neitt eða kenna illa:) Ég var og er ekki alveg að skilja þetta?

Og varðandi kröfurnar núna....ef kennarar fá 200.000 kr hækkun verða þá allir læsir í skólunum...og strákarnir líka? Finnst engum þetta vera áfellisdómur yfir skólakerfinu,kennslunni eða kennurunum þessi útkoma á þessari margumræddu skýrslu,er ekki verið að segja okkur að það er eitthvað að í skólakerfinu nú eða þá kennslunni sjálfri? Ekki veit ég það og er ekki að ásaka kennara um það að kenna illa eða kenna ekki en hvernig getur hópur af einstaklingum tekið próf,náð því og útskrifast úr skóla og vera svo varla læs?


mbl.is Efla áhuga drengja á bókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

2.8%. Nær ekki verðbólgu. Rétt skal vera rétt.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2014 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband